þriðjudagur, desember 07, 2004

Útlendingar eru snillingar!!!!

Fyrir þá sem ekki vita þá kennir mamma íslensku fyrir útlendinga..... og lumar því á mörgum góðum sögum í pokahorninu. Ég ákvað að létta próflestur og skammdegið með einni góðri jólapælingu hjá Filipseyskum strák.

útlendingur: ,,Heyrðu Inga borðið þið Íslendingar mikið svínakjöt á jólunum?"

Inga: Hugsar um hamborgarahryggina og svarar því: ,,Já við borðum frekar mikið svínakjöt"

Útlendingur; ,,Já en borðið þið ROSA mikið svínakjöt?

Inga: Hugsar enn meira og segir svo: ,,Já á jólunum og í jólaboðum".... Já mjög mikið!

Útlendingur: JÁÁ ég var nefnilega að spá í þessum 13 JÓLASVÍNUM SEM ÞIÐ HAFIÐ!!!

....bara fyndið lið

Gangi ykkur vel og gleðilegt ógeðisveður!! ;o)


Engin ummæli: