Ohhh dejlige Danmark....
Er bara svei mér þá sannfærð um að Kaupmannahöfn sé borgin sem að ég vil taka masterinn.....búin að skila inn umsókninni í IMM (international marketing and management) í CBS og bara bíða og vona. TOEFL próf um helgina og svo fær maður að vita þetta í lok júlí...já svaka stutt þangað til eða svoleiðis!!
Seinustu 5 dagar voru meira en æði gæði í góða veðrinu. Sól og 10-15 stiga hiti allann tímann. Kaffihúsaferðir, rölt á strikinu, úti að leika við Natalíu, mojito og rauðvín, út að borða í Christaniu auk þess sem að H&M voru reglulega heimsóttar.
Yndislegur tími með Evu, Natalíu Tinnu og Sindra, takk æðislega fyrir mig - ekki leiðinlegt að hitta svo Helgu, Gauta, Andra Sigfús, Eygló, Gyðu og Hrebbnu.... bara að maður gæti alltaf verið í svona chilli með öl í hönd í Nyhavn....og fyrir forvitna þá eru myndirnar að detta inn hér til hliðar - have fun kæru vinir :o)
fimmtudagur, mars 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Köben er náttla bara best. Líst vel á þig að taka master þar. ;) Hef farið í CBS skólann og hann er rosa flottur og aðstæður frábærar. Bið að heilsa í bæinn. kv. Linda
Velkomin heim sæta mín. Gott að heyra að danalífið hafi farið vel í þig. Frábært hjá þér að setja stefnuna á CBS í haust, mátt alveg bóka nokkrar heimsóknir frá mér strax híhí
Ef ég kemst inn ertu hjartanlega velkomin elskan mín....fæ bara fiðring í mallakút að hugsa mér það, það yrði æði gæði!!
Já Linda ég hef komið í skólann og hann er mjög flottur, allt til alls og góð kennsla hef ég heyrt :o) Köben er betra en margt annað, er þó alltaf heit fyrir Barcelona líka, svoddan senorita í mér!!
Skrifa ummæli