miðvikudagur, nóvember 09, 2005

ROAD TRIP önnur tilraun – enn er nóg eftir að gerast....

DAGUR 3
Vaknaði með vott af hausverk en lét það ekki á mig fá og fór í sólbað. Heiðskýrt og þvílík sól.... en var ekki alveg að gera sig svo við stelpurnar fórum inn til að reyna að vekja Kidda og...
- fórum á svalirnar, sóluðum okkur, borðuðum popp og kók og spiluðum eins og við ættum lífið að leysa – kan/kan, fléttu, manna og skítakall.
- Tók nett rölt um hverfið og labbaði meðfram ströndinni í veðurblíðunni.
- Smakkaði próteinsúkkulaði hjá Salóme sem bragðaðist frekar eins og HESTASKÍTUR en súkkulaði OJ OJ OJ
- Tókum svo stefnuna til Benidorm.... tókum rúnt fram hjá Monika Holiday´s hótelinu sem ég var á 97, skondið að koma þangað aftur.
- Sársvöng skyldum við ekki hvað mikið væri lokað og klukkan átta. Föttuðum svo að klukkan var búin að breytast – DÖ – hún var bara 19:00
- Fundum snilldar ítalskan veitingastað og bar þjónninn okkur matseðilinn á íslensku. Greinilega ferðamannastaður. Þvílíkt góður og ljúffengur matur.
- Kíktum rölt um gamlabæinn og strandlengjuna. Skoðuðum sandlistaverk og kíktum í skranbúðir. Vegna ánægju á hvítlauksbrauðinu ákváum við að fara aftur á veitingahúsið og fá 2* pizzur til að taka með. Vorum svo sannarlega UMRÆÐUEFNI Á STAÐNUM, enda bara liðnir 2 tímar frá því við vorum þar áður.
- Salóme brussaðist aðeins en hún flaug inn í bíl, festi hælinn á skónum í einhverj en það skrítna var að þetta voru lágbotna skór.
- Þar sem pizzurnar voru geymdar í skottinu voru þær ekki kláraðar á leiðinni svo við borðuðum þær á nýju brautarmeti við komuna til Torrevieja um kvöldið.

DAGUR 4
Svekkjandi ekki nógu gott sólbaðsveður svo ákveðið var að kíkja í Nike Factory Store otra vez og freista gæfunnar enda með 10% afslátt eftir fyrri ferðina ;o)
- Keyrðum til Benidorm, fórum í búðir, borðuðum, en þá var sólin komin svo við fórum í sólbað!!!
- Það entist samt ekki lengi enda kom einhver kall og ætlaði að rukka okkur um 6 evrur fyrir hálftíma á bekk. Röltum því bara um, stelpurnar keyptu sér skó – ÓTRÚLEGT AÐ SKÓSJÚKLINGURINN ÉG KEYPTI EKKI.
- Skoðuðm villurnar hjá Benidorm, t.d eina sem Rod Steward átti einu sinni.
- Ákváðum að versla í matinn og elda kjúlla ofan í liðið á hótelinu. Brussan hún Salóme tókst að sprengja hnetupoka yfir sig í bílnum og þurftum við að þrífa hann eftir á....
- Borðuðum, gerðum svo met í nammiáti – ÓGEÐSLEGT- og að sjálfsögðu var litið við á barnum enda HALLOWEEN í gangi. Spánverjar komnir í kjóla með hatta og skykkjur, grasker fyrir utan og þvílík stemning.

DAGUR 5 – HEIMFERÐ
Einhvern tímann tekur allt enda... Vöknuðum snemma enda planið að renna við í Valencia og skoða eilítið. Vegna hárra vegatolla ákváðum við að taka N-332 þjóðveginn til Valencia sem var aðeins lengri en keyrðum í gengum litlu bæina í staðinn.
- Það var Mil Palmeras – Torrevieja – Alicante – Villajoyosa – Benidorm – Albir – Altea (þvílíkt flottur staður, langar í hús þar í framtíðinni) – Benissa – Gata de Gorgos – Ondara – El Verger – Oliva – Bellreguard – [framhjá Gandía] – [framhjá Xeraco] – Favara – [framhjá Cullera] – Sueca – keyrðum hjá Alubefera vatninu – og komum svo loksins til Valencia.
- Fengum okkur ekta paellu Valenciana þar, mjög góð, tókum svo rölt um miðbæinn, borðuðum McFlurry og tókum nokkrar myndir.
- Við tók svo keyrsla aftur heim.... 270 kílómetrar eftir.
- Lentum svo í klukkutíma umferðarhnút venga þess að risastór flutningabíll valt á hliðina á hraðbrautinni. Allt stopp, bílar í nokkra kílómetra og fram hjá okkur þutu 6-7 bílar með blikkljós....

Heimkoman var því um 12 leytið í Barcelona. SNILLDARFERÐ Í ALLA STAÐI... langar helst að fara aftur næstu helgi, aldrei að vita hvað manni dettur í hug ;o) Sorrý lengdina á þessu langaði bara að láta ykkur vita smá af lífi mínu hér á Spáni.!!!

Annars var helgin bara hin rólegasta, kíkti í búðir, lærði og lærði, horfði á Bachelorinn, History of Violence og spriklaði smá í ræktinni – átakið ,,Í kjólinn fyrir jólin” orðið að veruleika, ekki veitir af!!

Engin ummæli: