mánudagur, nóvember 21, 2005

GETUR FORVITNI NOKKUÐ FARIÐ MEÐ MANN??

Fyrir þá sem þekkja mig, vita hvað ég er óendanlega forvitin persóna og núna eru nágrannarnir að gera mig bilaða. Þannir er mál með vexti að við hliðina á mér búa mæðgurnar Carmen (ca 55 ára) og Eva (ca 27 ára) og nánast á hverjum degi fá þær nafnspjald frá kínverskum veitingastað (Shanghi – búin að kíkja á það) og núna upp á síðkastið bréf eða kvittanir með einhverjum upplýsingum fest á hurðina hjá þeim....sem sagt LEYNILEGUR AÐDÁANDI Á FERÐ og ég er að farast úr spenningi. Langar helst til að lesa skilaboðin - hef ekki gert það enn - eða sjá mr.leynilegan!!

Annars er allt gott að frétta héðan farið að kólna óstjórnlega og mín að verða veik held ég :( ,,Litlu jólin" hjá okkur heppnuðust meira en vel og var að til kl. 04:30 föndrandi, hlustandi á íslensk jólalög :o)

Í gær reyndi ég svo að byrja að læra sem tókst með eindæmum illa – eldaði með Salóme og kíktum svo “hin fjögur fræknu” saman á In her shoes...snilldarmynd á ferð og VAHÁ hvað er flott skóherbergið í myndinni (draumur minn!!) Núna sit ég svo heima á netinu að reyna að læra og komin í þvílíkan jólagír hlustandi á jólalögin á Létt 96,7.

Langaði til að nýta tækifærið og óska Önnu Jónu innilega til hamingju með 24 ára afmælið. Við erum búnar að vera vinkonur í 20 ár...hvorki meira né minna. Njóttu Harry Potter í kvöld í Baunalandi :o)

Engin ummæli: