mánudagur, nóvember 07, 2005

ROAD TRIPIÐ ÓGURLEGA..... ágætis lesefni svo ég segi sjálf frá

DAGUR 1
Lögðum af stað frá BCN á flottum nýjum VW Golf á vit ævintýranna til Alicante. Á leið útúr bænum rákumst við á frekar furðulegan hlut, en við þjóðveginn er þvílíkt hóruveldi. Sáum 13 hórur standandi útí vegarkanti að störfum og 3 tóma stóla, svo það var greinilega business í gangi – og það DAGUR. Eftir 515 kílómetra akstur og 40,5 evrum fátækari eftir vegatoll, komumst við til Alicante. Hringsóluðum þar í um 2 tíma að leit af Avenguida Francia, þar til vitringurinn ég ákvað að hringja á hótelið...HALLÓ það var ekki í Alicante heldur fyrir utan Torrevieja og við tók því klukkutíma akstur í viðbót.... og okkur sem tókst nánast að búa til þessa blessuðu götu með hjálp mishjálpsamra aðila.

- Geðshræringin var frekar mikil og hlógum við að öllu, allt gjörsamlega magnað fyndið og skondið þegar Fanney leitaði af götunni CV76-90 og Kiddi sagði pirraður: ,,Er ekki í lagi maður, þetta er hraðbrautarmerking fíflið þitt!!”.
- Það er greinilega business á Spáni því 9 fáklæddar þjónustustúlkur í hvítum plastgöllum eða öðrum múnderingum settu svip sinn á vegakantinn.
- Hótelið í Mil Palmeras var hreinasta snilld... íbúðarhótel með öllu tilheyrandi, sundlaugagarður og sætur lítill hótelbar. Ekki verra að KOKTEILARNIR KOSTUÐU BARA 4 EVRUR og voru þeir smakkaðir nokkrir í þessari ferð :o)
- Til að kóróna vitleysu dagsins, tókst mér að gleyma pin-nr á spænska símanum mínum og lokaðist hann. Því var notast við íslenskt símkort alla ferðina!!

DAGUR 2
Draumurinn var kórónaður þegar ég vaknaði í 27°hita og sól og það í lok október.... En þar sem við erum kaupóðar kellurnar hér var förinni heitið fyrst í Nike Factory Store. Þvílíkur spenningur enda ekki búin að koma þangað síðan ég missti mig þar í ágúst 1997.... og viti menn keypti ágætan slatta aftur þarna.
- Sleiktum sólina smá á meðan við borðuðum á litlum sætum stað í Alicante.
- Kíktum svo í Carrefour þar sem var haft orð á því að við værum eins og kýrnar sem væri hleypt út á vorin – eftir miklar vangaveltur við val á áfengi.
- Enduðum að kaupa í matinn og svo.... Bacardi Romm, Bailey´s, Piparmintulíkjör, 2*Lambrusco og Alize Wild Passion líkjör – auk blandi enda átti að kokteilast rækilega þetta kvöldið. Allt þetta kostaði 1500 kall ísl á mann <ÞAÐ ER DJÓK>
- Gleymdum að kaupa spilastokk svo aftur byrjaði fjörið.... Fundum loks stokk, sem reyndist vera spænskur spilastokkur með 40 spilum og furðulegum merkingum líkt og tarrot. WEIRD PEOPLE HERE.
- Því bara eina ráðið að fara í aðra Carrefour og redda spilastokk. Salóme hljóp inn og reddaði spilastokk á ránvirði og viti menn.... einhver vitleysingur lokaði okkur inni þegar við vorum að reyna að bakka. Góndi á okkur eins og við værum fávitar og fattaði ekki að það var hann sem var að gera allt vitlaust. Pissaði nánast í mig úr hlátri enda HEIMSKULEGASTA SEM ÉG HEF SÉÐ.... svona you have to be there, situation.
- Á leiðinni sáum við fáklæddar almennlegar stúlkur sem vildu selja hjálp sína á vegakanti og datt okkur í hug hvort einhver framtíð væri í slíku starfi. Í öllum fíflalátunum datt okkur í hug að stofna einkahlutafélagið ,,STROKUR OG STUNUR EHF. þar sm Salóme væri aðalatvinnugreinin og ég sæi um bókhaldin – þetta yrði fljót gróðaleið fyrir nýju road tripi.... en svona getur maður nú BULLAÐ.
- Kiddi eldaði fyrir okkur stelpurnar dýrindis svínalundir með rjómalagaðri sveppasósu og meðlæti. Nammi namm, Sjálfsögðu sötruðum við rautt og rósa Lambrusco.
- Kíktum í einn kokteil á barnum, fengum stelpurnar blóm í hárið hjá barþjóninum enda mikill vinur okkar ;o)
- Að sjálfsögðu voru frægu spilin dregin upp, kokteilar blandaðir og nokkrar fullnægingar smakkaðar (já drykkurinn dónarnir ykkar!!)
- Rétt upp úr tólf kom maður úr íbúðinni við hliðina á okkur og öskraði: ,,SHUT UP – BE QUIET” einn sem kann sko ekki að skemmta sér. Tíbýskur verkamannabreti sem varla skyldist. Létum þennan dóna þó ekki stoppa okkur og færðum bara fjörið af svölunum inn í stofu. Kíktum svo á röltið um hverfið eftir netta myndaseríu af sólgleraugnamyndum og fíflalátum.
- Salóme snillingur ætlaði að sýna nokkra loftfimleika en náði ekki betur svo hún féll kylliflöt á bakið í slow motion. Spurði mig svo; ,,Sella afhverju greipstu mig ekki?” og sagði svo ,,Ég hélt það væri mjúkt undirlag!!”.
- Við ströndina sáum við ljós og fyrir forvitnis sakir kölluðum við HOLA,HOLA og kíktum á ímyndaða strandpartýið sem reyndist svo bara vera veiðimenn frá Murcia og veiðistangirnar voru upplýstar.
- Fundum þó fjörið þar sem 6 strákar 15-21 árs voru með brjálað bílapartý, tónlist, drykki og þvílíkt fjör. Lærðum að dansa spænska dansa – sumir meira en aðrir ;o)
- Fórum svo aftur upp á hótel enda klukkan 05:30 og viti menn eftir 5 mínútna dvöl kom konan úr lobbýinu til að bera kvörtun til okkar frá nágrönnunum.....HALLÓ. Á sama tíma kom breska kellan fram á gang brjáluð, fullklædd og reif kjaft. Greinilega búin að bíða eftir heimkomu okkar. RUSLALÍÐUR og ekkert annað. Fórum því bara að sofa enda mikið fjör framundan.

.... Þetta er komið nóg í bili, vil ekki drekkja ykkur. Set inn restinni af ferðasöginni á morgun! Vonandi skemmtið ykkur við lesturinn. Kveðja frá ferðagarpinum ,,Selríði” (nýja nafnið sem Salóme gaf mér þetta kvöld – einhvað þoglumælt greyið :o)

Engin ummæli: