Já ég var KLUKKUÐ eins og allir aðrir....
Verður maður þá ekki að týna til einar 5 staðreyndir um sjálfan sig? Dettur strax nokkrir hlutir í hug.
1. Er leyndardómsfull persóna og tjái ekki tilfinningar mínar..... það er einhvað sem verður að grenslast fyrir um. Virka mjög opin til að byrja með – en hægara sagt en gert að komast að hinni einu sönnu Sellu.
2. Ég er skó og fatasjúklingur með meiru. Gæti notið þess að vera í verslunum allan daginn – því góður tími hér í Barcelona núna, mikið af búðum, enn meira af SKÓM.
3. Mér er meinilla við tannlækna, aðallega eftir að ég datt niður stiga þegar ég var 4 ára og braut 9 tennur. Tel því tennurnar mínar eitt mesta lýti á mér :o(
4. Ég dýrka það og dái að ferðast. Er algjör ævintýra manneskja og langar rosalega til að búa erlendis í komandi framtíð..... þó mjög stollt af því að vera Íslendingur og mun ávallt enda heima á klakanum.
5. Fjölskyldan mín og vinir er það MESTA og BESTA sem ég á. Án fjölskyldunar get ég ekki verið og án efa er besti VINUR MINN ein besta manneskja í heimi Jónas bróðir. Sakna þeirra allra núna enda ég á Spáni og allir heima.
.... jæja þá þetta tókst. Að því tilefni langar mig til að klukka Salóme, Danna Tiger, Siggu, Hönnu og að lokum Tullu!! Krakkar komið nú með staðreyndir fyrir mig ;o)
þriðjudagur, september 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli