Svei mér þá ef Spánverjar eru ekki skrítnir
Já lífið hér í Barcelona hefur kennt mér margt. Menning milli landa er langt frá því að vera lík – langar því að segja ykkur frá nokkrum hlutum sem mér finnst óvenjulegir. Hvað finnst ykkur???
Á Spáni er ekki drukkið kalt vatn, það er drukkið heitt og telst maður skrítinn að vilja kalt vatn. Aftur á móti í ræktinni er innisundlaug, rosafín. Þar er sagan önnur. Í sundlauginni er vatnið kalt, já ískalt... hvernig í ósköpunum á maður að geta synt í ísköldu vatni.... algjörlega ómögulegt.
Annað sem ég skil ekki varðandi tískuna hér í Barcelona að minnsta kosti. Magabolir já það er einkar mikið um að stelpur séu með bert á milli og því minni bolir því betra. Þetta skil ég ekki og mun aldrei gera, því við skulum hafa það á hreinu þetta eru ekki bara grannar stelpur – nei þær feitu eru líka í magabol.
Allt fólk er mjög vingjarnlegt hér. Eitt skrítið í viðbót finnst mér að heilsa og kveðja fólk sem ég þekki ekki neitt. Hér heilsar maður strætóbílstjóranum, öllum í ræktinni, fólki úti á götu og já bara allsstaðar.
Greinilegt ad tad tarf ad kenna Spánverjum ad fara í raektina. Teir aeda í hvert lyftingartaekid á eftir odru.... og viti menn setja hradamet í hverju taeki fyrir sig. Tetta er eitt tad fyndnasta sem ég hef séd, tad er bara sest nidur, hoppad og skoppad á tvílíkum hrada og reynt ad gera tetta á innan vid 30 sekúntum.... skondid nokk.
.... og að lokum er það hræðsla Spánverja við rigningu. Við það sem við myndum ekki kalla einu sinni skúrir eru allir farnir að fela sig undir skýlum í húsasundum eða fljótir að draga upp REGNHLÍFAR enda eins og það sé eitur að fá regndropa á sig....
ótrúlegt fólk, get ekki sagt meira en þetta!! Skondið nokk :o)
miðvikudagur, september 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli