FERÐASAGA NÚMER 3
Seinustu helgi var mjög gott veður og ákváðum við því að eyða því í ræktinni – enda sundlaugar og sólbaðsaðstaða þar. Lágum kylliflatar þar heilan dag en þegar við ætluðum heim, fattaði Sigga að hún hafi skilið inniskónna sína fyrir utan fataskápinn sinn.... og viti menn ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ STELA ÞEIM löbbuðum um allt og leituðum en hún þurfti að kaupa nýja í gyminum... mjög fyndið.
Helgin var mjög spes í marga staði því það var í fyrsta skipti sem ég VERSLAÐI EKKI NEITT... góð tilfinning, enda nóg eftir.....Í eitt skipti um daginn fórum við á röltið um kvöldið til að skoða okkur um, kíktum á Placa Real, á römbluna, á dómkirkjuna og fleira.... fengum fullt af flyerum af börum og svona, svo við ákváðum að fara á Q- Bar. Sátum þar í mestu makindum þegar ég sá allt í einu RISA KAKKALAKKA við hliðina á mér..... ekki girnilegt, en Salóme tók sig til og stakk röri í hausinn á honum, hann var ekki lengi að skríða aftur undir sætið sem ég sat á – segi ekki meira en að stoppið á barnum var STUTT.
Á mánudaginn fórum við svo í Port Aventura.... Lestin átti að fara klukkan 14:55 og var það frekar brösuglegt að komast enda 5 metróstopp með sama nafni, hlupum því á milli og náðum að kaupa miða í lestina þegar var 4 mínútur í brottför. Þvílíkt STRESS – enn þetta tókst. Port Avengura garðurinn er risastór þemagarður með fullt af tivolítækjum. Fékk mikið adrenalínkikk í fallturni, Dragon Khan, vatnsrússibönunum, hermum, töfrateppi, bollum og svo bara að skoða í öllum Disneybúðinum. Eftir að hafa verið þarna í um 5 tíma ákváðum við að fara heim og ná næst seinustu lestinni heim.... Komum tímanlega út á lestarstoppustöð og biðum ásamt einhverjum öðrum spánverjum þar.
... en þegar lestin var orðin 25 mínútum of sein, kom spænsk stelpa að okkur og sagði að seinasta lestin til Barcelona væri farin og við þyrftum að bíða þangað til á morgun eða taka leigubíl. HALLÓ ÞETTA ERU 110 KÍLÓMETRAR Fengum vægt sjokk og fórum því upp á hótelið í garðinum og tékkuðum á þessu. Þetta var rétt. Tékkuðum á hvað nótt á hótelinu kostaði – því miður of mikið og því ekki annað en að taka leigubíl til Barce.....sem kostaði fjandans 12.000 kall ísl. Ævintýrin okkar hér ætla ekki að hætta.... við verðum bara fátækari!!
.... ég hef lítið sem ekkert mætt á katalónskunámskeiðið í skólanum enda skil ég ekki neitt. Algjörlega annað tungumál en spænska og ég á nóg með hana. Ákvað því að einbeita mér bara að henni í vetur í skólanum og nýta tímann með Siggu á meðan hún var hér... ekkert smá leiðinlegt að hún sé farin... SIGGA KOMDU AFTUR!!. Höfum þó skoðað skólann sem minnir meira á safn en skóla, ekkert smá flottur (súlur, styttur, veggteppi og útskorið allt) – fann hvar ég kemst á netið og get talað við ykkur vonandi bráðlega. Tölvurnar þó eins og frá 1975.... en ég ræð við það ;o)
...tetta reddast tó, tid fáid sogur frá mér fólk.
föstudagur, september 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli