Ferðasaga nr. 1
Jæja komin á vit ævintýranna... Sigga í heimsókn, brjálaður hiti, mikið búnar að versla og skoða okkur um. Hitinn er 28°og við að stikna. Salóme kom á laugardaginn, þá kíktum við á djammið - svaka stuð. Lítið búnar að gera annað en að labba, labba og labba og AÐ SJÁLFSÖGÐU versla. Lítið um drykkju enn sem komið er en bætum úr því. Tapasbar á eftir og nokkrir öl.
Byrjaði í skólanum á mánudaginn. Shæse hvað katalónska er ekki auðvelt mál - en þetta reddast. Fjórir tímar á dag, en fullt af fínum krökkum og skemmtilegur kennari. Ekki verra að skólinn er niðrí í bæ, stutt í H&M, römbluna og ekki mál að labba niður á strönd.
Annars er ég búin að fá mér nýtt númer ef þið viljið heyra í mér það er 0034 - 653582182 og svo er fólk ávallt velkomið í litlu sætu penthouse íbúðina mína, afar spænsk, með risa svölum og rosa kósý..... en ekki meira í bili, heyri í ykkur seinna. Veriði bless ekkert stress
PS. Túristinn bíður okkar - verðum að skoða okkur um, Sigga og Salóme bíða líka eftir mér ;o)
þriðjudagur, september 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli