sunnudagur, september 25, 2005

Komið að því sem fólk hefur kannski beðið eftir...

... Að heyra frá lífsreynslu minni hérna í Barcelona og fyrst og fremst fá að sjá hvernig ég bý, hvar og með hverjum ég upplifi öll ævintýri mín. Sigga var svo æðislega að joina mér hérna fyrstu dagana í sukk og svínaríi, en svo hefur Salóme snillingur tekið við – get ekki líst því hversu ánægð ég er með að hafa kynnst henni ;o)

Annars er vikan búin að vera mjög fín. Skólinn byrjaði á mánudaginn – nettur gaggó fílingur í nokkrum tímum enda (smábörn) þar á ferð. Frekar mikil upplifun að taka fyrsta árs kúrsa hérna. Andrúmsloftið er mjög gott í skólanum og mikil HÍ stemning enda skólastofurnar margar hverjar eldri en Reykjavíkurborg. Vikan einkenndist af skóla, ræktinni og búðarrápi.

Við tók helgin og viti menn FRÍ í skólanum á föstudag enda FIESTA – LA MERCÉ. Þetta er ein stærsta hátíðin hér í Barcelona, tónleikar á hverju torgi, fullt af götulistamönnum og endalaust af lífi.... Því erum við búnar að skoða mikið um, fara í matarboð hjá Kidda og Fanney og út á lífið með þeim. La Paloma ekkert smá flottur staður.... og viti menn,

.... ÉG FÉKK PAKKA Já mamma og pabbi sendu mér pakka með samstarfskonu mömmu – súkkulaði, nammi, flatkökur, skyr, Kristall + og svo kom Jón Þórir frændi með meiri Kristal + fyrir mig.... TAKK TAKK ÆÐISLEGA. Bara rétt búin að hitta hann er planið er kaffihús, út að borða eða einhvað ráp ;o)

Annars er það aðal sem búið er að gerast hér.... er að ÉG ER BÚIN AÐ SETJA INN MYNDIR. Já ég lét verða að því að búa til tvö myndaalbúm með líðandi stundum... endilega kíkið hér á.
Sella í Barcelona og Sella túristi.

Langaði svo bara til að segja – endilega kommentið á síðuna mína, miss you all og sjáumst hress, ekkert stress og VERIÐI BLESS!!

PS. Almennilegar sögur fara svo að koma inn með næstu dögum.

Engin ummæli: