ALLT að gerast.... heimsóknir, skólinn og afmælið mitt
AHA búin að fá heimsókn frá Siggu og talaði svo við hana og heyrist á henni að hún ætli að koma aftur.... Mamma og Pabbi ætla að láta sjá sig hér eftir mánuð, Jónas bróðir er að reyna að koma og svo hitti ég óvænt á Jón Þóri frænda hér núna. Soffía kemur í október, Aldís vinkona Salóme er á leiðinni í heimsókn eftir viku og Viddi hennar Saló mun koma í nóv. Hreint út sagt nóg að gera í túrista/djamm- og verslunarpakkanum hjá okkur – bara gaman.
Annars er skólinn að komast í fast horf. Búin að vera í viku að reyna að finna mér einhverja áhugaverða kúrsa sem ég fæ metna heima. Vona bara að þetta komi allt heim og saman sem fyrst. Ég er í tveimur deildum innan skólans sem eru staðsettar í sitthvorum hluta Barcelona – elska metró það bjargar þessu. Bíst við að taka 5 fög, (stærðfræði, fjármál, þjóðhagfræði, málfræði og málnotkun) öll á spænsku svo þessi önn í skólanum er ein STÓR áskorun. Gaman að sjá hvað maður getur, vona að ég komi sjálfri mér á óvart.
.... já svo styttist í að ég verði STÓR stelpa – ok kannski ekki stór en alla vegana eldri 24 ára skólastelpa. 29. september er flottur dagur. Ég og Salóme ætlum að skipuleggja einhvað sniðugt saman og fara út að borða....
þriðjudagur, september 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli