fimmtudagur, september 15, 2005

FERÐASAGA NÚMER 2
Já það er búið að vera mikið vesen með netið og þess vegna er komið að frekar langri færslu um líf mitt hér í Barcelona.

Frá því ég kom hef ég, Sigga og Salóme verið saman öllum stundum. Búnar að láta eins og sérstakir ferðamenn - með djammi, peningaeyðslu í fatabúðum, úti að borða og túristast. Kíktum á ströndina, í Passeig de Gracía sem er greinilega snobbhverfið enda búðir á borð við Gucci, Loius Vitton, Armani, Chanel og D&G á kantinum mjög gaman að skoða í búðarglugga og láta sig dreyma. Einnig fórum við í Parc Güell, sem er Gaudí garðurinn hérna í Barcelona, ekki hægt að segja meira en að þetta er meistaraverk.... orðin góður vinur Häägen Daz og Farggi ísbúðanna ;o)

Ég er búin að finna líka þessa fínu líkamsræktarstöð hér á ströndinni. TAKK SISSA fyrir ábendinguna Fínn tækjasalur, fín stundatafla, innisundlaug, 2* útisundlaugar og sólbaðsaðstaða og fullt annað. Búnar að spóka okkur vel í sólinni þar upp á síðkastið.
... skondið atvik um daginn fórum við og ságum viktir sem gefa þyngd og hæð og ákváðum að skella okkur á þær, mjög svo vanstilltar og enduðum við því ca. 8 cm minni en við erum og sem OFFITUSJÚKLINGAR. Skondið nokk ;o)

DJAMMIÐ hefur svo sannarlega átt sér stað hér hjá okkur stöllunum. Búnar að taka okkur til, elda hérna heima hjá mér dýrindismat og sötra hvítvín, rósavín og lambrusco (flaska kostar ca 190 ísl kr.) og svo bara skellt sér á djammið. Sigga dansari lét sjá sig, en fyrir þá sem hana þekkja dansar hún bara við hátíðleg tækifæri. Því snillda að vera með henni. Fimmtudags- og laugardagskvöldið tókum við ástfóstri við írskan bar við höfnina IRISH WIND þar sem við vorum mest megnis í fríu fillery í boði barþjónanna. Drukkum því vodka redbull, tequila, jarðaberjahlaup staup, bjóra, allskyns staup og rugl...má ekki gleyma kokteilbarnum og sangríu.

Kynntumst fjórum ítölum Fabio, Steffano, Ricarod og Jacoop.... komumst síðar meir að því að tveir voru 18 ára hreinir sveinar og hinir eins og gigaloar að finna stelpur til að afsveina þá.... ekki mjög spennandi en samt FYNDIÐ. Heppnin með mér svo það varð Ghanabúin ástafanginn af mér eitt kvöldið og vildi nánast giftast mér - nei takk Einnig voru nokkrir írar og bretar á kantinum, snilldar kvöld í alla staði.... Ekki má ég gleyma þremur spánverjum sem ég og Salóme hittum. Hommi, kynskiptingur og bysexual gaur.... einn að bíða eftir að fá brjóst og fannst mjög gaman að púðra á okkur nefið og kalla Lancomé (já maður lendir í ævintýrum í útlöndum!!) Man reyndar ekki mikið eftir laugardagskvöldinu eftir rauðahlaupið sem kveikt var í, fékk astmakast, ældi, Salóme fór að gráta af astma hræðlunni og kallaði AMBULANCE AMBULANCE, en allt reddaðist og við komum okkur bara heim, reyndar mjög seint bæði kvöldin :S

Ætla að láta þetta duga núna.... set inn færslu með öllu öðru sem hefur gerst á næstu dögum,

....en fyrir þá sem vilja kíkja til mín er 2 fyrir 1 á ferð til Barcelona og þið megið fá gistingu, nokkrar flugur í einuhöggi, versla, skemmta sér, hitta mig, koma í hitann og versla jólagjafir ;o)

Engin ummæli: