ADIOS BARCELONA...
Sá dagur er runninn upp sem ég hélt að kæmi aldrei... því eftir 3 tíma þarf ég að skunda af stað með 11 ferðatöskur. Ég og Salóme erum komnar með Lambrusco í hönd með þá vonarglætu að finna aukahendur fyrir þetta líka yndislega ferðalag.
Alveg magnað að vita til þess að maður geti verið með svona mikið dót þar sem við stöllur (Salmonellurnar) sendum 18,5 kíló í flugpósti í morgun.... er ekki í lagi. Vonandi sleppir tollurinn okkur því þeir halda að við séum hluti af stuðningshóp fyrir kaupsjúka!!
Við vonum innilega að fá yndislegan tíma í Kaupmannahöfn á morgun og vá hvað verður skrítið að kveðja Salóme þegar hún fer heim og ég fer ein á vit ævintýranna í Dejlig Danmark í einn dag. Hlakka allavegana rosalega til að sjá ykkur öllsömul sem fyrst...lendi fimmtudagskvöldið kl. 22:20 og gleðileg prófalok alle sammen ;o)
PS. Okkur vantar meðferðartöskur - heheheh
PPS. já kommentakerfið bítur ekki - endilega segið mér ef þið skoðið eða er ég bara að tala við sjálfa mig :(
miðvikudagur, desember 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli