sunnudagur, desember 18, 2005

Í jólaskapi dúdúrúúúúúú

Í dag er komin fjórði í aðventu og ekki seinna vænna að finna jólabarnið í sér. Ég hef gert allt til að finna jóla í mér og hefur það tekist ágætlega - búin að setja upp rauða jólaseríu, borða súkkulaði úr jóladagatalinu mínu á hverjum degi - kaupa allar jólagjafir - senda jólakortin og kíkja á jólaösina hérna í bænum en allir dagar eru eins og Þorláksmessa...svolítið mikið og stessandi til lengdar, aðallega því að með hverri skoðunarferðinni þyngist farangurinn (ætli ég sé kaupsjúklingur??)

En vegna þess að yndislegu jólin eru að skella á ætla ég að auðvelda ykkur lesendur góðir verkið og gefa upp heimilisfangið mitt svo þið vitið hvert jólakortið góða á að fara:
Sella (eða ráðið hvernig þið stílið það)
Álfaland 5
108 Reykjavík
Iceland/ Islandia

...en ekki meira í bili yndin mín... segi bara "ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til..."
kveðja litla jólaljós

Engin ummæli: