þriðjudagur, júlí 26, 2005

MANNKYNINU HEFUR FJÖLGAÐ ;o)

Já svei mér þá.... þá eru 3 lítil kríli komin inn í líf mitt. Tvær skvísur og einn gæji,

Tinna og Ólieignuðust lítla sæta heilbrigða skvísu núna á laugardagnóttina 24. júlí. Svaka risi, 17 merkur og 55 cm enda lét gellan bíða eftir sér í tvær vikur.

Árni Þór og Guðbjörg eignuðust algjöran gullmola þann 21. júlí.

Og ekki má gleyma prinsinum hennar Rögnu Daggar. Töffarinn kom í heiminn núna 6. júlí og kom því á óvart því hann átti nú bara að koma í seinustu viku. Svaka sætur strákur þar á ferð!!

ÖLL SÖMUL INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ KRÍLIN

....víst maður er í svona hamingjuóskum þá átti minn yndislegasti pabbi afmæli á laugardaginn og því næstum búin að fá fjölskyldumeðlim í afmælisgjöf.... INNILEGA TIL HAMINGJU elskulegasti pabbi.

....og Jói Run er líka 24 ára stráklingur í gær, til lukku

Engin ummæli: