Yndisleg helgi búin - allur pakkinn tekinn!!
Við stöllur í peppers og aðrir velunendur skelltum okkur á Færeyska daga í Ólafsvík.... stoppið var fremur styttra en búist var við í fystu vegna vonskuveðurs ;) en föstudagskvöldið hið bestasta kvöld. Mikið sungið, dansað á bryggjuballinu og meira drukkið. Stemningin í liðinu mjög góð - og vænta má mynda eftir örskamma stund!!
Uppúr 8 á laugardagsmorgninum var fyrsta umferð í að festa niður hæla til að sjá til þess að við héldumst á svæðinu. Nýja fína tjaldið mitt stóðst þetta allt saman og vorum við nánast seinastar af okkar tjaldsvæði til að flýja placeið. Kíktum á markaðinn með Önnu og Gaua - skemmtum okkur yfir Tóta tannálfi og....
.....svo brunuðum ég, Elva og Hanna á vit ævintýranna upp í Skorradal. Snilldar kvöld þar. Lögðum okkur eftir lítinn sem engan svefn kvöldið áður, hoppuðum í sturtu og tókum til við að grilla um 00:30, hamborgarar, grilaðir bananar með skúkkulaði, og svo átkvöld sumarsins varð að veruleika. Slúðruðum og spjölluðum fram eftir nótt, kíktum á imbann, kjöftuðum meira og borðuðum osta. Leiðin lá ekki upp í rúm fyrr en um hálf átta á sunnudagsmorgunin.
Snilldarhelgi þar á ferð.... allt tekið með stökustu ró, og viti menn þegar heim var komið voru um 14 manns komnir í mat og fíni stóri heitapottuinn okkar færður á réttan stað! Nú má búast við skemmtó pottapartý bráðlega :o)
En þangað til næst....
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli