mánudagur, júlí 18, 2005

ÉG ER AÐ FARA TIL ÚTLANDA.....

Það er komið að því... ég komst inn í Universitat de Barcelona og viti menn, ég fer út 2. september. Sigga ætlar að vera svo mikill snillingur að koma með mér út og baða sig í sólinni í 12 daga með mér áður en að skólastússið byrjar. Skólinn er annars frá september til febrúar..... þannig að þið verðið bara að lifa án mín í smá stund!!

He he he djókur.... Allavegana komin með íbúð, hljómar rosalega vel!
Þetta er stúdíóíbúð á 10.hæð, með risa svölum þar sem hægt er að sleikja sólina. Svalirnar eru um 15 fermetrar og íbúðin sjálf 40 fermetrar. Inni er nánast allt, eldhús, þvottahús, baðherbergi og stórt pláss sem er stofa og svefnherbergi í einu......

ÞIÐ MEGIÐ ENDILEGA KOMA Í HEIMSÓKN En eins og þið vitið er bara mánuður tooo goo ;o)

Engin ummæli: