fimmtudagur, október 06, 2005

Komst nú í hann krappann í Barcelona á thridjudag!!
....Haldið þið ekki bara að einhver VIBBI hafi reynt að ræna veskinu mínu í gær!

Já þannig er mál með vexti að ég var nýkomin í metróið á leið í rækina með Salóme, þegar ég var að reyna að loka veskinu mínu í sakleysi mínu inn í lestinni. Er víst með allskonar miða og drasl í tví ad tað var erfitt....

Loka því á endanum og smelli því í hliðarhólf á íþróttartöskunni og allt í góðu. Við hliðina á okkur sat spúkí maður, (minnti helst á Gísla Rúnar leikara í einhverju gervi sínu, nema bara af mexikönskum uppruna),sem ég tók strax eftir – hann stóð upp við næsta stopp, fór úr jakkanum og laumupúkaðist að standa fyrir aftan okkur. Ég hélt í töskuna mína og viti menn....

... Allt í einu finn ég einhvern halda í töskuna mína og renna rennilásnum upp – í fljótfærni SLÓ ÉG Á HENDINA Á KALLINUM og hann náði engu. Get svo svarið það að hjartað tók örara að slá og HEPPNIN greinilega með mér.

Allavegana gott að vera var um sig og passa dótið sitt – má kallast heppin að vera forvitin og spá rosalega í fólkið í kringum mig, bjargaðist í tetta sinn og LITLI LJÓTI KALLINN hélt áfram tómhentur þegar við fórum út til að fara í gymið!!

Engin ummæli: