Tíminn líður hratt á gervihnattaröld....
Já svo sannarlega, strax búin að vera hér í Barce í 32 daga. Finnst eiginlega fáránlegt að ég sé búin að vera hér í mánuð, enda skólinn rétt að komast á skrið núna og mikið chill búið að einkenna dvöl mína hér í útlandinu.
Annars var afmælishelgin mín sú yndislegasta. Byrjaði í nettri afslöppun þar sem ég svaf út/sleppti skólanum og beið eftir að Salóme kláraði sinn. Skelltum okkur svo í eitt moll sem við vorum búnar að geyma þar til á afmælinu mínu... já ég veit ég er biluð;o) Versluðum eilítið og til að segja frá þá er ég byrjuð að huga að jólagjöfum, er svo mikið jólabarn að ég get misst mig í gleðinni. Fórum svo heim og buðum Fanneyju og Kidda sem Salóme býr hjá í mat, dýrindis kjúklingarétt með hrísgrjónum og sjálfsögðu LAMBRUCSO med... okkar aðaldrykkur hér – Sigga erum orðnar sötrarar. Bökuðum (a.k.a pakkakaka) jarðaberja ostaköku og súkkulaðibúðing, smelltum á kertum og héldum lítið sætt afmæli, fékk að blása og allt... Takk æðislega fyrir öll afmælissímtölin/sms/kveðjur...
Á föstudeginum héldum við áfram í ,,afmælisgírnum” enda 25° hiti og sól. Fórum því í ræktina, sleiktum sólina og keyptum okkur svo ís ;o) Svo var komið að stofnunarfundi ,,Föstudagsklúbbsins” en í honum er ég, Saló, F&K. Höfum ákveðið að borða saman öll föstudagskvöld (elda eða fara út) sötra eitthvað gott léttvín og horfa á íslenska bacehlorinn eða annað fyndið sjónvarpsefni. Fórum á pizzastað hjá Sagrada Familia og misstum okkur svo í sófanum heima með ís, áfengi og bachelorinn í beinni.
Laugardagurinn var sko góður – viti menn....fékk risastóran blómvönd heim frá mömmu, pabba, Jónasi og Tullu. Lyktarmikill og æðislegur.... Veðrið orðið betra og því meira en vinna að eyða seinustu dögunum við sundlaugarbakkann. Kiddi bauðst til að elda fyrir okkur Lasanga sem við þáðum, þannig að við fórum bara í ræktina og mættum beint í mat heim ;o)
Ég og Salóme gleymdum okkur aðeins á netinu – en ákváðum um 2 leytið að breyta stefnunni, klára Lambruscoið og kíkja í bæinn enda Ella komin í heimsókn frá Madrid. Skvísan stödd á Placa Reial og við þangað. Fundum reyndar ekki staðinn sem hún var á bara einhvern gaur Morane frá Kanarí sem vildi ólmur hjálpa okkur að finna hana, heillaðist að mér, vildi bara leiða mig og helst giftast. Hann spurði alla til vegar, en við ákvaðum bara að grínast svolítið í greyinu. Heyrðum íslensku á Römblunni og létum hann kalla á eftir liðinu ,,Ísland”,,rassgat” og ,,typpi” Einstakur íslenskur húmor og vorum við fljótar að komast í spjall þarna, SKONDIÐ NOKK svo ég segi sjálf frá....
Lentum við heldur betur í raunum á römblunni. Stóðum í sakleysi okkar að bíða eftir símtali frá Ellu þegar við sáum hóp af svörtum stelpum sem voru að selja sig. Forvitnu spæjararnir ég og Salóme í essinu okkar, sáum þær grípa í tillann á breskum gaurum, spyrja hvort þeir vildu tott eða einhvað meir og sáum tvo gaura kaupa sér kellur og hverfa í húsasund... bara fáránlegt að heyra samtölin og allt – Í BARCE GERIST ALLT. Vorum því ekki lengi að forða okkur svo fólk héldi nú ekki að við stunduðum sömu iðju.
Fundum loks Ellu og ótrúlegt en satt var hún með bróðir sínum frá Venezuela og 8 Íslendingum sem allir búa hér í Barce. Gaman að hitta svona marga í einu, allir á sama aldri og við. Spjölluðum ekkert smá mikið og tókum röltið upp Römbluna, nenntum ekki að kíkja á einhvern Techno stað svo við fórum bara með Ljósbrá (ein íslenska stelpan) í átt að næturstrætóunum.... skiptumst á númerum, því viti menn. Þær ætla að reyna að hóa saman íslenskar stelpur sem búa hér – og halda eitt ÍSLENSKT STELPUDJAMM hljómar ekki illa. Heimkoma mjög seint og byrjað að rigna.
Sunnudagurinn fór því bara í leti, lærdóm og chill. Fór ekkert út enda vibbaveður og var í náttbuxunum allann daginn. Salóme kom heim til mín og við elduðum og svo var bara haldið áfram að læra. Dugnaðurinn.... núna mun vikan einkennast af skóla/ leggja lokahönd á val á fögum og svo kemur Aldís vinkona hennar Salóme á fimmtudaginn þá verður aftur fjör.
....Fréttir frá mér koma síðar – og verið nú dugleg að kommenta hjá mér, svo ég viti nú hver er fylgjast með ævintýrum mínum.... endilega segið mér eitthvað merkilegt ef gerist hjá ykkur – þið vitið að ég er forvitin
miðvikudagur, október 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli