Að rækta líkama og sál í HOMMAPARADÍS
Það er eflaust verið að velta því fyrir sér hvað ég á við..... þannig er mál með vexti að ég er byrjuð að hreyfa mig hérna í Barce og viti menn, ræktin er hommanýlenda svo mikið er víst. Ég og Salóme erum nánast einu kvenmennirnir sem komum inn í tækjasalinn og allsstaðar eru 2& 2 karlmenn saman að æfa – eða reyna ætti maður að segja. Mestur tími þeirra fer að daðra, klípa nett í hvorn annan og skríkja eitthvað. Óborganlegt – okkur líður bara eins og í BAÐHÚSINU enda ekkert nema kvenmenn að okkar mati í ræktinni.
Tónlistin þar segir líka meira en segja þarf..... í eyrum okkar ómar 80´s tónlist, Like a virgin, Hot stuff, Foot loose og fleiri góður slagara með Streets of Philadelfia í fararbroddi. já ræktin er einn stór nýr heimur fyrir mig snilld fyrir litlu forvitnu Selluna ;o)
mánudagur, október 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli