sunnudagur, október 23, 2005

ESTE FIN DE SEMANA

Já helgin er búin að vera meira en skemmtileg – búnar að missa okkur í búðum og hitinn um 25° og sól. Soffía og Guðbjörg misstu sig meira en aðrir. Náði samt að bæta 2 skópörum í safnið ;o) og gallabuxum.

EL VIERNES já sjálfur afmælisdagur Salóme þá kíkti ég í skólann, rakst á viðbjóðinn sem reyndi að ræna veskinu mínu í metróinu og hitti svo stelpurnar í búðum, drifum okkur heim og skiptum um föt enda planið að kíkja á DJAMMIÐ.

Þvílíkur kjúklingaréttur m/mangósóstu ala Fanney og Kiddi og heit súkkulaðikaka með ís í eftirrétt. Svo við yrðum ekki þyrst teiguðum við 3 Lambrusco og 2 hvítvín með matnum og þegar við horfðum á ísl.Bachelorinn. Misstum okkur yfir Silvíu Nótt en ákváðum svo að drífa okkur á djammið.

Graziano ítölsk gömul ást hjá Soffíu sagði okkur að koma á GetBack svo við villtumst aðeins áður en að við fundum staðinn. Týndum Soffíu á staðnum svo ég,Salóme og Fanney tókum nokkrar góðar sveiflur á dansgólfinu og Kiddi að deyja úr leiðindum greyið enda fáránleg tónlist... Fórum út til að kíkja á annan stað, Soffía komin í hópinn svo við fórum á c/Paris (heimili S,K&F) enda ölla að pissa í okkur og gleymdum okkur í spjalli. Dreif mig samt heim um 06:00. Mjög skemmtilegt kvöld

EL SÁBADO var tekinn snemma enda ákveðið að fara í GranVia 2 moll hérna í BCN til að versla meira. Fengum ekki nóg svo við skelltum okkur niður á Passeig de Gracía til að skoða og kaupa meira. Förinni heitið á Carpe Diem veitingastað sem Patrick Kluivert fótboltastjarna átti Guðbjörg seinkaði borðinu til 21:00 svo við þutum heim, skiptum um föt og komum svo í þvílíkum gír niður á staðinn.

Staðurinn var ekkert smá flottur, niður á strönd og við stelpurnar 6 (ég,Saló, Soffía, Guðbjörg, Guðrún og Kolbrún) Maturinn var mjög skondinn ekki hægt að segja annað þar sem við fengum okkur allar kjúlla og fengum bara hálfan unga á diskinn, með 1/3 af kartöflu og skrauti..... vorum því bara fljótar að panta okkur Sangríu de cava con fresas y kiwi ekki djók hvað þetta var ógeðslega gott. Keyptum líka 7 könnur – já 7 könnur af Sangríu ekki hægt að segja annað en að við fundum á okkur, eftir þetta.

Gleymdum okkur aðeins og fyrr en varði sátum við bara með Sangríuna okkar á miðju dansgólfinu..... Fengum reikninginn 2* enda þjónustugellan frekar hrædd um að við ætluðum að sleppa að borga 320 evrurnar sem við skulduðum. Eftir matinn tókum við flipp á dansgólfinu, kíktum á staði með hræðilega tónlist á ströndinni, rugluðum í spænskum gaurum frá San Sebastian og töluðum um Silviu de noche, römbuðum á eitt flottasta hótelið í BCN og sáum Porsch, Ferrari og BMW fyrir framan .... en drifum okkur svo á Catwalk.

Catwalk er þrususkemmtistaður og kostaði 18 evrur inn + einn drykkur. Ákváðum ósjálfrátt að dansa frá okkur allt vit, sumir í hösslmútinu og þvílíkt gaman enda tónlist sem maður fýlar þarna – ekki techno. Soffía og Salóme skutust á karlaklósettið, var hennt út þar mjög fyndið og ákváðum við að fara að drulla okkur heim.

Eftir Catwalk röltuðum við eftir ströndinni, Guðbjörg á tánum enda að deyja í fótunum og vorum við að deyja úr hlátri þegar hún sat á einhverjum staur, Soffía að klæða hana í skónna og hún flaug á hausinn, þá leit þetta út eins og Soffía væri að riðlast á stígvélinu hennar –fáránlega fyndið. Við kvöddum svo Guðbjörgu og ákváðum að rölta af stað heim. Á miðri leið hittum við 6 breska stráka og eina breska stelpu sem við röltum og skemmtum okkur með meira en hálfa leiðina.

Þá vorum við búnar að ljúga af því að Silvía Nótt væri hálfsystir Jesicu Simpson, endalaus lygi og viti menn Soffía skírði mömmu þeirra Þuríði Ólafsdóttur (Rúrý).... Fengum sannleikann um Nick einn gaurinn að hann væri með fjórar geirvörtur. Kíktum á einhvern hverfisbar þarna í einn öl, Soffía fór á kostum sem þvílíkur lygari....Soffía talaði um sjónvarpsþáttinn ,,rassaríðari” í umsjón Hemma Gunn fyrir bretunum. Hélt á því mómenti að ég myndi deyja úr hlátri enda fátt eins fyndið og þetta. Lugum að þeim að setningin ,,já maður” – ,,hombre” væri ,,rassaríðari” í íslensku og voru þeir farnir að segja þetta nokkrum sinnum.
Sögurnar voru mun fleiri, best að segja ekki frá þeim ;o) og þeir ólmir í að koma til Íslands – ákváðum svo að drífa okkur heim í taxa enda klukkan orðin hálf átta og allar að deyja úr þreytu.

EL DOMINGO Já dagurinn í dag er búin að vera hrein leti, lærdómur og tiltekt enda mamma og pabbi að koma eftir klukkutíma eða svo.... get ekki beðið eftir að fá þau, segi meira frá lífi mínu þegar þau fara aftur heim á klakann.

Engin ummæli: