ÓTRÚLEG VERSLUNARMANNAHELGI OG ÞAÐ Í BÆNUM…. að mestu leiti.
Já mikið gekk á um verslunarmannahelgina þegar flestir sem ég þekki ákváðu að halda sig innan marka Höfuðborgarsvæðisins, virkaði léleg hugmynd í fyrstu…
…en breyttist í SNILLDAR HELGI, strax á föstudeginum þegar við mættum 11 saman út að borða á Vegamót, skelltum okkur í keilu og sungum svo úr okkur lífið með miklum stæl á Ara í Ögri. Eftir mikinn fögnuð skelli ég mér á Hressó með Hönnu þar sem ég gróf Stebba upp og ákvað að djamma með honum það sem eftir lifði kvöldsins….. mikið meira en rugl þetta kvöld þar sem ég endaði á morgunverði á Broadway ;o)
… Erfiðlega gekk að vekja mig á laugardeginum, en tókst að lokum. Ég, Hanna, Magga, Anna Lára og Gaui skelltum okkur í Þjórsárdalinn að hitta Helgu Björk, Unnar og co…. Góð tilbreyting að skella sér í útilega, grilla, sötra bjór og sofa í tjaldi. Þynnkan var hins vegar gífurleg sem að eyðilagði smá, en GÓÐ ÚTILEGA ÞÓ
… Á sunnudeginum var aftur tekin stefnan í menninguna þar sem planað var að skella sér á ærlegt fillerý sem ég get lofað að það TÓKST. Trítlaði í matarboð hjá famelíunni, svo í kotið til Önnu og Gaua og þaðan tók við meira ruglið á Ara í Ögri, bjórarnir teigaðir og staupin fleiri en fingur beggja handa…. Meira en magnað gaman. Mín var í ruglinu ásamt Elvu sín og fleiri góðum kandídötum, tjúttað og trallað á bekkjunum í austurstræti.
Tók svo röltið með Jóni Björgvini, Pésa og fleirum, kíktum í partý… keyptum okkur ís í 11-11 Skúlagötu og viti menn…. 5 mínútum seinna brunaði bíll fram á okkur og stoppaði. Út stigu tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn á vakt og báðu um skilríki. Fíkniefnatékk þar á ferð – frekar skondið verð ég að segja…. Allt í guddí, komst að því að löggan sem stoppaði mig var fararstjórinn í útskriftarferðinni í Verzló, kvöddum þá því og ég lofaði að vera ekki ein á ferð með þremur grískum goðum, líkt og hann sagðist hafa kennt mér á Krít
Mánudagurinn tekinn í þynnku, þynnku, þynnku og afslöppun í heita pottinum heima og í skandala bíltúr um kvöldið með Benný og Elvu.
Mjög góð helgi þar á ferð – en jafnframt er ákveðið að á næsta ári er ferðinni heitið á ÞJÓÐHÁTÍÐ ;o)
mánudagur, ágúst 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli