BARCELONA ÆVINTÝRIÐ Á ENDA....
Ég er búin að eiga frekar fáránlegan dag hérna í stórborginni, þar sem þynnkan sagði til sín og ég fékk mig með engu móti til að byrja að pakka....SVO EKKI tilbúin að fara heim. Fékk símtal í dag þar sem mér var boðin vinna sem au pair hérna í borg og askoootti var leiðinlegt að segja: "nei ég á flug heim á morgun, því miður" - ef að ég hefði ekki verið búin að kaupa flug þá hefði ég eftil vill slegið til ;o)
Helgin var hreint og beint góð, á föstudaginn fórum við Fancy í verslunrleiðangur og eldaði Kiddi lasange fyrir okkur um kvöldið, rólegt kvöld með sjónvarpsglápi og chatti fram eftir. Laugardagurinn var tekinn ógó snemma - ó mæ ó mæ... seinasti dagurinn til að versla og náði ég að fara á methraða milli búða og redda hlutunum. Ingó meistarakokkur eldaði geggjaðan mat og tók svo við spilamennska. Sötruðum bjór, lambrusco og Bacardi...þar til við ákváðum að kíkja á djammið. Enduðum á risa diskóteki BIKINI þar sem félagarnir máttu fara heim og skipta um skó út af attitude problemmi í dyravörðum en annars bara salsa og dansfílingur frameftir með Vodka í redbull - hehe gerist ekki betra!
Djammið stóð svolítið lengi og ákváðum við að gera okkur samlokur í matinn við heimkomu...reddaði heilsunni í dag ekki spurning. En jæja fólks, búin að pakka - með óendanlega mikinn farangur og hnút í maganum enda yfirvikt á leiðinni (blóðpeningar með meiru) Fyrir framan mig er risa pakki með öllum skólabókunum sem fer í póst á morgun... jeremías
Allavegana búin að hafa það æði gæði hérna - staðráðin í að safna fyrir næstu ferð strax og drífa mig út... ASAP, en nú bíður mín flug til Hrebbnunnar minnar í Köben, þangað til næst - have fun ;o)
mánudagur, janúar 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli