BARCELONA BLOGG – kannski komin tími til ;o)
Já eins og flestir vita, tókst snillingnum SELLU að eyða nokkrum vel völdum dögum til að læra undir vitlaust próf – hehe, en þetta tóskt samt á endanum. Eftir andvökunótt mætti ég hress og kát í próf með u.þ.b 250 argandi ungmennum sem voru í óðaönn að koma sér fyrir. Prófið gekk ágætlega en því var skipt í tvo hluta... 20 krossaspurningar og svo 3 ritgerðarspurningar og 2 dæmi. Eins og sönnum Spánverjum sæmir, náðu þeir að klúðra fyrrihlutanum með því að dreyfa prófi með svörum til einhvers og var því gert hálftíma hlé í prófinu....ég var alsaklaus á því sem betur fer ;o)...komst þó að því að ritgerðir um peningamargfaldara, hagfræði aldirnar og mismunandi tegundir vöruskipta og hlutfallslegir/algjörir yfirburðir...eru EKKI mín sterkasta hlið á spænsku takk fyrir. Prófið er samt búið og bíð ég spennt eftir hringingu frá Indiu kennara upp á hvort ég hafi náð yður ei!!
FÖSTUDAGURINN var hinsvegar mjög fínn, þaut beinustu leið niðrí bæ til að hitta Arnar enda með stórann pakka handa famelíunni, spjölluðum heillengi þegar ég ákvað að freista gæfunnar í H&M, Zöru, Mango og fleiri velvöldum útsölustöðum – hehe
Þar sem ég var á leið að gera góðverk þaut ég heim til að hitta akureyrska slúbbertinn Ingó.... stráksi komin til Barcelona ekki með gistingu og ákváðum við að bjarga honum og leyfa honum að gista... já ég veit ég er góð.. Þegar hann var búin að henda inn dótinu sínu tók ég með honum smá sigthseeing um miðbæinn, römbluna og fleiri góða staði sem endaði á írskum pöbb. Fanney og Kiddi pikkuðu okkur svo upp þar sem við héldum á Pizza Marzano í mat og svo á pöbbarölt, fínasta kvöld sem endaði með videoglápi heima.
LAUGARDAGURINN var ekki síðri...vaknaði frekar seint, blaðraði á msninu og skype áður en ég þaut á vit ævintýrana í miðbæinn. Keypti mér tvo boli og eftir símtal frá Fancy þaut ég í strætó enda strákarnir búnir að ákveða að elda dýrindis steik fyrir okkur... ekki leiðinlegt að hafa kokk á svæðinu! Kvöldið var þvílíkt skemmtó, með rauðvíni og bjór á kanntinum þegar við ákváðum að spila fram eftir nóttu....kínversk skák klikkar ekki - verður bara svolítið flókin eftir því sem áfengið verður meira – hehe
SUNNUDAGURINN var svolítið þunnur yfirlitum, byrjaði þó að læra fyrir blessaða stærðfræðiprófið sem mun líta dagsins ljós á fimmtudaginn!! Vectorar, afleiður, föll, vigrar, kosínus og sínus ásamt fleiri viðbjóði einkenndu þennan dag – fengum okkur þó kínverskan að borða og horfði ég á Just Friends...óhætt að segja að maður fékk kjánahroll á köflum en samt drullugóð mynd. Ingó orðinn nýjasti Jin...enda ákváðu F&K að leigja honum hérna í 3 mánuði á meðan hann lærir spænsku og leitar af vinnu.
Tölvan eitthvað að stríða mér alla helgina og vill ekki taka hleðslu – svo ég varð alltaf batteríislaus...heppilegt á þessum tíma eða þannig! Núna er samt allt í guddí svo ég ákvað að skrifa smá langloku.
7 dagar í Köben og 10 dagar í litla góða Ísland
...Þangað til næst – over and out
mánudagur, janúar 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli