Það var þá dagurinn...
...þegar ein af mínum ástkæru æskuvinkonum átti afmæli. Sigga innilega til hamingju með daginn og njóttu hans til fulls, færð pakka frá mér bráðlega ;o)
... sem ég fattaði að ég ætti 3 gleraugu og vefst það fyrir mér núna hver þeirra ég á af hafa hverju sinni, lífið er flókið ekki satt! -hehe
... sem ég uppgötvaði að ég fari bráðum að klára þennan blessaða skóla, sit við lestur góðra skólabóka hérna í BCN og finnst fáránlegt að hugsa um lokapróf í janúar.
... þegar ég hugsaði til baka um yndislega mánuðina hérna á Spáni og finnst eiginlega SORGLEGT að þetta frábæra ævintýri mitt sé að klárast núna 30. janúar... ERASMUS ADIOS
... sem ég keypti mér líka flugmiða heim á klakann, áætluð heimkoma er fimmtudagurinn 2.febrúar. Fæ því að njóta nærveru og gestrisni Hrebbnunnar minnar í nokkra daga í Köben og njóta þessa að röllta strikið, sötra öl, fara í Nyhavn og já bara vera til.
SIGGA MÍN - te desio muchas felicidades en tu cumpleano... besos
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli