Sólarhringnum snúið við...
...Já enn einu sinni hefur mér tekist að snúa sólarhringnum við, þökk sé stórskemmtilegum sjónvarpsþáttum sem ég og Fanney höfum verið límdar við seinustu tvær nætur. Játs Over there og Prison Break suss og svei hvað þetta er skemmtilegt... situm stjarfar með poppskálina og dáumst að líka þessum æðislega flotta leikara í fangelsinu, Wentworth Miller, svo sannarlega karlmaður að mínu skapi ;o)
Á morgun tekur svo við lærdómur, ég reyni og reyni en VAHÁ hvað er erfitt að byrja og koma sér í lærdómsgírinn...það er nú einu sinni bara janúar. Núna er hins vegar komin tími á svefn, þangað til næst - besos
Jú eitt...
Langaði til að óska afmælibörnum dagsins innilega til hamingju með stórafmælin, yndislegt ár framundan enda orðin 1/4 - 100 ára.
* Katrín 25 ára
** Ragna 25 ára
* Hulda 25 ára
Njótið dagsins og munið bara, aldur er afstæður ;o)
sunnudagur, janúar 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli