Oft hef ég verið í skít....en núna er ég í DJÚPUM!!!
Fyrir þá sem ekki vita er ég einstakur SNILLINGUR á ýmsum sviðum... til dæmis að misskilja hluti og rugla öllu saman. Ég er búin að sitja við skrifborðið á C/Paris seinustu daga með sveittann skallann yfir stærðfræðibókum...enda í þeirri trú um að ég væri að fara í stærðfræðipróf núna á föstudaginn 20.janúar.
...EN NEI!!! Ó NEI!! ég fékk mail frá kennnaranum áðan þar sem hún sagðist hafa tekið eftir því að ég var með vitlausa dagsetningu í tölvupóstinum sem ég sendi henni, stærðfræðiprófið er ekki fyrr en fim 26.jan Ég hugsaði með mér dágóða stund, vá hvað ég var heppin þarna...meiri tími til að læra
Þar til ég uppgötvaði að þjóðhagfræðiprófið sem ég hélt að væri 26.jan væri núna eftir 2 daga. ALLA MALLA ég búin að sitja við í góðri trú um próftöfluna mína og viti menn... eftir 40 mínútna leit á heimasíðuskólans, sem notabene er á katalónsku fann ég próftöfluna - ÞJÓÐHAGFRÆÐIPRÓF EFTIR 2 DAGA OG NÓG EFTIR AÐ LÆRA...sjitturinn titturinn!!
Búin að skipta yfir í hagfræðiham og biðja æðrimáttarvöld um hjálp - spurning hvort maður sé komin til Spánar til að klúðra báðum prófunum sem ég á eftir :S
Over and out :(
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli