JÁ ÁRIÐ ER LIÐIÐ OG NÝTT OG BETRA TEKUR VIÐ:)
Ákvað að skifa sætan annál eftir mánuðum um líf mitt seinasta ár!!
Janúar: Skóli og vá hvað djammið var mikið, Þrettándagleði Heimdallar, vísindaferðirnar og allt stússið í Mágusi, HÍ/HR partý...vei vei, ætíð nægar glasalyftingar og mánuðrinn endaði á VEISLU my big bró útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur. Janúar = Djamm
Febrúar: Get talist svolítið ofvirk, vann eins og brjálæðingur í Aktu Taktu og svo Mágus, Skólinn, Heimdallur og að sjálfsögðu X-Vaka... kosningar, innflutningspartý Jónasar og Tullu, 25 ára afmæli Siggu, stelputjútt á nokkrum stöðum og bjórvissuferð þar sem ég jaðraði við áfengiseitrun... ekki sniðugt. Febrúar = Kosningastúss
Mars: Bókamarkaðurinn alla daga og árshátíðir hjá Mágusi, Dísunum og sjálfsögðu rektorskosningar... skólinn og vísindaferðir voru líka á hverju strái! Heimdallur fékk líka minn hug og hjarta! Strákamálin gengu ekkert betur en vanalega :( hehe Mars = Mágus
Apríl: Eftir yndislega páska þaut ég með NESU til Köben á ráðstefnu... vá hvað var æðislegt – Aðalfundur Mágusar rann upp og Soffía tók við af mér sem formaður, vá hvað ég sakna alls stuðsins! Strákamálin aðeins betri – og ekki má gleyma æðislegri sumóferð og Bifröstardjammi með Benný sem greinilega voru ekki allir sáttir með ;o) Apríl = Lærdómur og leiðindi
Maí: Hætti í Aktu Taktu eftir uppsögn og mánuðurinn var bara lærdómur, varð svo heppin að fá vinnu á hinum yndislegastað Umferðastofu. Ekki má gleyma æðinu þegar ég fékk ferðastyrk til að fara í skiptinám til Barcelona. Maí = Prófastúss
Júní: Vinna, vinna, golfnámskeið með The Peppers og ófáar útilegurnar með skvísunum öllum. Natalía partýljón ávallt með aðeins 20 mánaða.. Júní = Útivera
Júlí: Byrjaði með Færeyskum dögum á Ólafsvík í æðislegri rigningu en við Peppers vorum saman ;o) Skorradalurinn og sumó, Snoop tónleikar, Bryndís Ösp kom í heiminn... endalaust mikil vinna og Þjórsárdalurinn um verslunarmannahelgina. Júlí = Lifa lífinu lifandi!
Ágúst: Frábær verslunarmannahelgi, djamm, meiri vinna og þrjú yndisleg sumarpróf... var blockuð á msninu – FÁRÁNLEGA FYNDIÐ. Uppskeruhátíð The Peppers og yndislegt brúðkaup hjá Hadda og Hödd :) Ágúst = Sumarsæla
September: Fór á vit ævintýranna til Barcelona og fékk Siggu með mér – æði gæði! Kynntist Salóme æði, borgaði 14000 í Taxa, naut lífsins og lærði oggupons í katalónsku...átti líka afmæli, en sorglegast var að amma Sigga dó. September = Sátt og sorgmædd
Október: Naut lífsins í Barcelona, fékk múttu og pabba í heimsókn. Algjört yndi að fá þau til mín...c/Londres. Meiri skólin og mikill lærdómur. Seldi sæta bílinn minn, WV Passat adios. Október = Spænska
Nóvember:Barcelona, Valencia, Alicante, Benedorm og fleira með Fanneyju,Kidda og Salóme, æðislegir vinir... missti mig í búðum, leið yfir mig.. Nóvember = Kaupsýki og Salóme
Desember: Skóli, meiri skóli og endalaus próf, snéri sólarhringnum við, jólaföndur, Black Eyed Peas tónleikar og heimkoma með 48 kíló í handfarangri. Strákamál í Zero – engar latino lufsur takk fyrir. Æðisleg jól, fjölskyldan, cocktailadjamm, matur, vinir og aftur vinir. Desember = Famelía og vinir
.....þetta ár verður betra svona er spáin fyrir 2006.
Um mitt komandi ár mun fjölga verulega í vinahópi þínum. Sjáðu til þess að þú takir frá tíma fyrir þig sjálfa og fjölskyldu þína. Verkefnin sem þér verða falin munu verða misjafnlega erfið. Útlit er fyrir að efnahagurinn batni síðari hluta ársins sem er að ganga í garð. GOTT EKKI SATT???
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli