Back to Barcelona...
Þá er komið að því!! Eftir 5 tíma á ég flug til Köben þar sem ég mun njóta dagsins með Hrebbnunni minni og skunda svo til Barcelona strax á föstudaginn. Áætlaður morgunverður með Önnu Jónu og Co á flugvellinum :o) Tíminn á klakanum hefur verið æðislegur þessa 14 daga sem ég hef verið hérna - fjölskyldan og vinir hjálpuðu mér að njóta lífsins til fulls. Einnig var ég svo heppin að á næstu dögum mun ég njóta nærveru besta vinar míns....því Jónas bróðir verður með mér í viku á Spáni. Þarf enginn að segja mér að okkur eigi eftir að leiðast enda erum við Íslandsmeistarar tvendarliða í búðarrápi og öruggt að VISA mun hagnast á æði okkar. Fótbolaleikur/ir munu að sjálfsögðu vera á dagskrá auk þess sem við munum njóta lífsins, skoða okkur um og drekka nokkra öl. Þann 12.jan tekur svo alvara lífsins við og mun ég sitja sveitt við að læra fyrir mín yndislegu próf í lok mánaðarins.
Áætluð heimkoma í lok jan, byjun feb.... en fyrst þarf að panta flugmiða, ákveða mögulegt millilandastopp í heimsóknir og kveðja Barcelona eftir æðislega dvöl!
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli