Föstudagurinn þrettándi og mín....lasarus í úglandinu :(
Héðan frá Barcelona er allt gott að frétta. Búin að eiga yndislega, já YNDISLEGA viku hér með honum brósa seinustu daga og óhætt að segja að ég sakna hans strax...halló hann fór bara í gær ;o)
Systkinavikan einkenndist af ótrúlega skemmtilegum tíma svo sem:
* búðarrápi
** meira búðarrápi
*** bjór og rauðvíns drykkju
**** fótboltaleiknum Espanyol – Barcelona
***** góðum réttum á frábærum veitingastöðum
**** mikilli göngu á milli staða
*** óvæntu snilldar djammi
** enn meira búðarrápi
* frábærum tíma
...Já eins og okkur einum er lagið fórum við út að borða og ætluðum okkur að taka því rólega svo við gætum örugglega kíkt nóg í búðir, því við erum bæði tvö KAUPÓÐ. Tókst ekki betur en það að við keyptum rauðvín og 4 bjóra, þræddum nokkra bari, kynntumst marokkóbúa sem vann á bar og heillaðist af mér og til að halda Jónasi lengur inn á staðnum vorum við lengi vel í fríum drykkjum.. SANGRÍA sangría... ákváðum svo að taka röltið á írskan pub þetta mánudagskvöld en rákumst á nokkra Svía og Finna svo djammið skemmtilega hélt áfram með þeim. Snillingurinn ég alltaf jafn hjálpsöm og ákvað að geyma digitalmyndavél og munntóbak fyrir Linus (1 svíann) og er því búin að vera seinustu daga að reyna að skila því aftur... hef sem betur fer númerið svo þetta reddast.
Næstu dagar munu einkennast af lærdómi, en í dag fékk ég sendar stærðfræðibækur frá Íslandi til að auðvelda mér lærdóminn – takk mamma!! Ótrúlegt hvað maður getur samt alltaf náð sér í einhverjar pestir... er lasarus hérna heima og því hafa 2 seinustu dagar einkennst af KFC, vibbamat og msn-hangi, auk þess sem ég hef notið þess að ver til! En þangað til næst..GÓÐA HELGI, KÆRU FÉLAGAR
Ps. Það er sko allt í lagi að kommenta, ég bít ekki, langar bara að vita hverjir fyljgast með ;o)
föstudagur, janúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli