Ævintýri enn gerast....
Játs, héðan frá Barcelona er allt í glimrandi gleði og lærdómi...að minnsta kosti er ég að reyna að læra fyrir þetta blessaða stærðfræðipróf á fimmtudaginn.
Ævintýrin eru þó handan við hornið og viti menn... í gær fór ég upp í skóla til að prenta út gömul próf og stuff og ákvað í sakleysi mínu að koma við í Zöru á leiðinni heim og freista gæfunnar. Ég var ekki fyrr kominn inn í búðina þegar lætin byrja. Sá hlaupandi öryggisverði og starfsfólk nánast allsstaðar. Forvitna Sellan gat ekki misst af þessu svo ég hugðist skoða jakka nálægt fjörinu. Þarna voru tveir ræningjar á ferð með sitthvora 3 öryggisverðina ofaná sér... talstöðvar á lofti og búðinni skyndilega lokað!! Ræningjarnir tveir sem virtust eðlilegir karlmenn um þrítugt öskruðu hástöfum "mierda", "hijo de pudda", "pudda" og önnur skemmtileg blótsyrði voru geymdir í lítilli kompu á meðan öryggisverðir biðu lögreglunnar og kíktu á videoupptöku af búðinni...ég fylgdist að sjálfsögðu grant með, enda mátti ég ekki fara út úr búðinni og eftir stundarkorn kom poki með ránsfeng annars dúddans...3 leðurjakkar og 1 jakki - yfirleitt kringum 130 evrur stykkið, þannig feiknarmikið!
Allt að gerast og þurfti ég að dúsa inn í búðinni í 40 mínútur án þess að mega fara út - fataskápurinn minn varð því bol og jakka ríkari fyrir vikið....en ævintýrin gerast sko í Barcelona ;O)
...en nú er mál til komið að halda áfram í stærðfræðinni.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli