BARCELONA ÆVINTÝRIÐ Á ENDA....
Ég er búin að eiga frekar fáránlegan dag hérna í stórborginni, þar sem þynnkan sagði til sín og ég fékk mig með engu móti til að byrja að pakka....SVO EKKI tilbúin að fara heim. Fékk símtal í dag þar sem mér var boðin vinna sem au pair hérna í borg og askoootti var leiðinlegt að segja: "nei ég á flug heim á morgun, því miður" - ef að ég hefði ekki verið búin að kaupa flug þá hefði ég eftil vill slegið til ;o)
Helgin var hreint og beint góð, á föstudaginn fórum við Fancy í verslunrleiðangur og eldaði Kiddi lasange fyrir okkur um kvöldið, rólegt kvöld með sjónvarpsglápi og chatti fram eftir. Laugardagurinn var tekinn ógó snemma - ó mæ ó mæ... seinasti dagurinn til að versla og náði ég að fara á methraða milli búða og redda hlutunum. Ingó meistarakokkur eldaði geggjaðan mat og tók svo við spilamennska. Sötruðum bjór, lambrusco og Bacardi...þar til við ákváðum að kíkja á djammið. Enduðum á risa diskóteki BIKINI þar sem félagarnir máttu fara heim og skipta um skó út af attitude problemmi í dyravörðum en annars bara salsa og dansfílingur frameftir með Vodka í redbull - hehe gerist ekki betra!
Djammið stóð svolítið lengi og ákváðum við að gera okkur samlokur í matinn við heimkomu...reddaði heilsunni í dag ekki spurning. En jæja fólks, búin að pakka - með óendanlega mikinn farangur og hnút í maganum enda yfirvikt á leiðinni (blóðpeningar með meiru) Fyrir framan mig er risa pakki með öllum skólabókunum sem fer í póst á morgun... jeremías
Allavegana búin að hafa það æði gæði hérna - staðráðin í að safna fyrir næstu ferð strax og drífa mig út... ASAP, en nú bíður mín flug til Hrebbnunnar minnar í Köben, þangað til næst - have fun ;o)
mánudagur, janúar 30, 2006
fimmtudagur, janúar 26, 2006
JÍHAAA BÚIN Í PRÓFUM...
Nú tekur við kæruleysi og peningaeyðsla - helgin stefnir í gott...prófið búið og óhætt að segja að ég sé fegin að hafa einu sinni lært "ugla sat á kvisti..." kom sér vel í krossaspurningunum - humm
vonum það besta - ég er í skýjunum yfir því að þetta sé búið, heimkoma eftir oggupons en þangað til chill og skemmtilegheit í tveimur löndum ;o)
Sella sólargeisli kveður!!
Jónmundur, jeremías og félagar....
Það er alveg merkilegt hvað tíminn flýgur. Ég var að hugsa aldrei þessu vant og datt í hug þegar ég fór til miðils fyrir ári...kannski ekki frásögufærandi nema hún spurði mig hvort ég væri að flytja til Spánar eins og ég hafði áður gert...wtf...hvernig vissi hún það... ég sagði að ég hefði oft pælt í því og þá sagði hún já, þú varst nefnilega señorita í fyrralífi og það á svo vel við þig!!
...fyrr en varði ákvað ég þó að drífa mig hingað til Barcelona og sé svo EKKKKI EFTIR ÞVÍ, lífið hérna er búið að vera meira en draumur í dós og er ég strax farin að sakna þess að dúlla mér ekki hérna mikið lengur, enda ævintýrið á enda!! Líf señoritunnar æði gæði og fulllt af blendnum tilfinningum, enda búin að kynnast snilldarfólki, gera það sem ég vil, þegar ég vil það og já NJÓTA LÍFSINS... ekki frá því að Kaupmannahöfn sé ekki lengur uppáhaldsborgin mín...heldur Barcelona, en þær elskur berjast um toppsætin... – mun strax fara að safna fyrir næsta flugmiða út.
Styttist óðum í prófið – hehe og próflokin og smurning um að skella sér í búðarleiðangur um leið og þessi viðbj...er búinn. Pakka skólabókunum í kassa og senda þær með pósti heim - enga yfirvikt takk í þetta sinn!! Hlakka samt gassa mikið til að koma heim og hitta alle famelien og ykkur sætu vinir mínir ;o) Fæ samt að njóta Köben fyrir heimkomu þar sem stefnan er sett á Strikið, hitta Helgu, Gauta og Andra Sigfús og að sjálfsögðu gera eitthvað gassa sneeddddí með Hrebbnunni minni... þangað til næst, have fun!
Smá stærðfræði í lokin
* 6 tímar í ljóta stærðfræðiprófið
* 8 ½ tími í PRÓFLOK
* 103 tímar í Kóngsins Köben
* 179 tímar í Íslandið góða...
PS – loksins held ég að maður fari að klára þennan skóla, búin að sækja um leiðbeinanda fyrir lokaritgerð og setst því bráðlega við skriftir (hehe hljómar svolítið spekingslegt...)
PPS – sé að fólk úr Kópavogi, Reykavík, Århus, Kobenhavn, UK, Spain, Garðabæ, Akureyri, Germany og Borganesi hafa skoðað síðuna mína á seinustu daga....kommon kommentið nú hjá mér krúttin mín ;o)
mánudagur, janúar 23, 2006
BARCELONA BLOGG – kannski komin tími til ;o)
Já eins og flestir vita, tókst snillingnum SELLU að eyða nokkrum vel völdum dögum til að læra undir vitlaust próf – hehe, en þetta tóskt samt á endanum. Eftir andvökunótt mætti ég hress og kát í próf með u.þ.b 250 argandi ungmennum sem voru í óðaönn að koma sér fyrir. Prófið gekk ágætlega en því var skipt í tvo hluta... 20 krossaspurningar og svo 3 ritgerðarspurningar og 2 dæmi. Eins og sönnum Spánverjum sæmir, náðu þeir að klúðra fyrrihlutanum með því að dreyfa prófi með svörum til einhvers og var því gert hálftíma hlé í prófinu....ég var alsaklaus á því sem betur fer ;o)...komst þó að því að ritgerðir um peningamargfaldara, hagfræði aldirnar og mismunandi tegundir vöruskipta og hlutfallslegir/algjörir yfirburðir...eru EKKI mín sterkasta hlið á spænsku takk fyrir. Prófið er samt búið og bíð ég spennt eftir hringingu frá Indiu kennara upp á hvort ég hafi náð yður ei!!
FÖSTUDAGURINN var hinsvegar mjög fínn, þaut beinustu leið niðrí bæ til að hitta Arnar enda með stórann pakka handa famelíunni, spjölluðum heillengi þegar ég ákvað að freista gæfunnar í H&M, Zöru, Mango og fleiri velvöldum útsölustöðum – hehe
Þar sem ég var á leið að gera góðverk þaut ég heim til að hitta akureyrska slúbbertinn Ingó.... stráksi komin til Barcelona ekki með gistingu og ákváðum við að bjarga honum og leyfa honum að gista... já ég veit ég er góð.. Þegar hann var búin að henda inn dótinu sínu tók ég með honum smá sigthseeing um miðbæinn, römbluna og fleiri góða staði sem endaði á írskum pöbb. Fanney og Kiddi pikkuðu okkur svo upp þar sem við héldum á Pizza Marzano í mat og svo á pöbbarölt, fínasta kvöld sem endaði með videoglápi heima.
LAUGARDAGURINN var ekki síðri...vaknaði frekar seint, blaðraði á msninu og skype áður en ég þaut á vit ævintýrana í miðbæinn. Keypti mér tvo boli og eftir símtal frá Fancy þaut ég í strætó enda strákarnir búnir að ákveða að elda dýrindis steik fyrir okkur... ekki leiðinlegt að hafa kokk á svæðinu! Kvöldið var þvílíkt skemmtó, með rauðvíni og bjór á kanntinum þegar við ákváðum að spila fram eftir nóttu....kínversk skák klikkar ekki - verður bara svolítið flókin eftir því sem áfengið verður meira – hehe
SUNNUDAGURINN var svolítið þunnur yfirlitum, byrjaði þó að læra fyrir blessaða stærðfræðiprófið sem mun líta dagsins ljós á fimmtudaginn!! Vectorar, afleiður, föll, vigrar, kosínus og sínus ásamt fleiri viðbjóði einkenndu þennan dag – fengum okkur þó kínverskan að borða og horfði ég á Just Friends...óhætt að segja að maður fékk kjánahroll á köflum en samt drullugóð mynd. Ingó orðinn nýjasti Jin...enda ákváðu F&K að leigja honum hérna í 3 mánuði á meðan hann lærir spænsku og leitar af vinnu.
Tölvan eitthvað að stríða mér alla helgina og vill ekki taka hleðslu – svo ég varð alltaf batteríislaus...heppilegt á þessum tíma eða þannig! Núna er samt allt í guddí svo ég ákvað að skrifa smá langloku.
7 dagar í Köben og 10 dagar í litla góða Ísland
...Þangað til næst – over and out
Birt af Sella kl. 10:35 e.h. 0 ummæli
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Oft hef ég verið í skít....en núna er ég í DJÚPUM!!!
Fyrir þá sem ekki vita er ég einstakur SNILLINGUR á ýmsum sviðum... til dæmis að misskilja hluti og rugla öllu saman. Ég er búin að sitja við skrifborðið á C/Paris seinustu daga með sveittann skallann yfir stærðfræðibókum...enda í þeirri trú um að ég væri að fara í stærðfræðipróf núna á föstudaginn 20.janúar.
...EN NEI!!! Ó NEI!! ég fékk mail frá kennnaranum áðan þar sem hún sagðist hafa tekið eftir því að ég var með vitlausa dagsetningu í tölvupóstinum sem ég sendi henni, stærðfræðiprófið er ekki fyrr en fim 26.jan Ég hugsaði með mér dágóða stund, vá hvað ég var heppin þarna...meiri tími til að læra
Þar til ég uppgötvaði að þjóðhagfræðiprófið sem ég hélt að væri 26.jan væri núna eftir 2 daga. ALLA MALLA ég búin að sitja við í góðri trú um próftöfluna mína og viti menn... eftir 40 mínútna leit á heimasíðuskólans, sem notabene er á katalónsku fann ég próftöfluna - ÞJÓÐHAGFRÆÐIPRÓF EFTIR 2 DAGA OG NÓG EFTIR AÐ LÆRA...sjitturinn titturinn!!
Búin að skipta yfir í hagfræðiham og biðja æðrimáttarvöld um hjálp - spurning hvort maður sé komin til Spánar til að klúðra báðum prófunum sem ég á eftir :S
Over and out :(
Það var þá dagurinn...
...þegar ein af mínum ástkæru æskuvinkonum átti afmæli. Sigga innilega til hamingju með daginn og njóttu hans til fulls, færð pakka frá mér bráðlega ;o)
... sem ég fattaði að ég ætti 3 gleraugu og vefst það fyrir mér núna hver þeirra ég á af hafa hverju sinni, lífið er flókið ekki satt! -hehe
... sem ég uppgötvaði að ég fari bráðum að klára þennan blessaða skóla, sit við lestur góðra skólabóka hérna í BCN og finnst fáránlegt að hugsa um lokapróf í janúar.
... þegar ég hugsaði til baka um yndislega mánuðina hérna á Spáni og finnst eiginlega SORGLEGT að þetta frábæra ævintýri mitt sé að klárast núna 30. janúar... ERASMUS ADIOS
... sem ég keypti mér líka flugmiða heim á klakann, áætluð heimkoma er fimmtudagurinn 2.febrúar. Fæ því að njóta nærveru og gestrisni Hrebbnunnar minnar í nokkra daga í Köben og njóta þessa að röllta strikið, sötra öl, fara í Nyhavn og já bara vera til.
SIGGA MÍN - te desio muchas felicidades en tu cumpleano... besos
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Ævintýri enn gerast....
Játs, héðan frá Barcelona er allt í glimrandi gleði og lærdómi...að minnsta kosti er ég að reyna að læra fyrir þetta blessaða stærðfræðipróf á fimmtudaginn.
Ævintýrin eru þó handan við hornið og viti menn... í gær fór ég upp í skóla til að prenta út gömul próf og stuff og ákvað í sakleysi mínu að koma við í Zöru á leiðinni heim og freista gæfunnar. Ég var ekki fyrr kominn inn í búðina þegar lætin byrja. Sá hlaupandi öryggisverði og starfsfólk nánast allsstaðar. Forvitna Sellan gat ekki misst af þessu svo ég hugðist skoða jakka nálægt fjörinu. Þarna voru tveir ræningjar á ferð með sitthvora 3 öryggisverðina ofaná sér... talstöðvar á lofti og búðinni skyndilega lokað!! Ræningjarnir tveir sem virtust eðlilegir karlmenn um þrítugt öskruðu hástöfum "mierda", "hijo de pudda", "pudda" og önnur skemmtileg blótsyrði voru geymdir í lítilli kompu á meðan öryggisverðir biðu lögreglunnar og kíktu á videoupptöku af búðinni...ég fylgdist að sjálfsögðu grant með, enda mátti ég ekki fara út úr búðinni og eftir stundarkorn kom poki með ránsfeng annars dúddans...3 leðurjakkar og 1 jakki - yfirleitt kringum 130 evrur stykkið, þannig feiknarmikið!
Allt að gerast og þurfti ég að dúsa inn í búðinni í 40 mínútur án þess að mega fara út - fataskápurinn minn varð því bol og jakka ríkari fyrir vikið....en ævintýrin gerast sko í Barcelona ;O)
...en nú er mál til komið að halda áfram í stærðfræðinni.
sunnudagur, janúar 15, 2006
Sólarhringnum snúið við...
...Já enn einu sinni hefur mér tekist að snúa sólarhringnum við, þökk sé stórskemmtilegum sjónvarpsþáttum sem ég og Fanney höfum verið límdar við seinustu tvær nætur. Játs Over there og Prison Break suss og svei hvað þetta er skemmtilegt... situm stjarfar með poppskálina og dáumst að líka þessum æðislega flotta leikara í fangelsinu, Wentworth Miller, svo sannarlega karlmaður að mínu skapi ;o)
Á morgun tekur svo við lærdómur, ég reyni og reyni en VAHÁ hvað er erfitt að byrja og koma sér í lærdómsgírinn...það er nú einu sinni bara janúar. Núna er hins vegar komin tími á svefn, þangað til næst - besos
Jú eitt...
Langaði til að óska afmælibörnum dagsins innilega til hamingju með stórafmælin, yndislegt ár framundan enda orðin 1/4 - 100 ára.
* Katrín 25 ára
** Ragna 25 ára
* Hulda 25 ára
Njótið dagsins og munið bara, aldur er afstæður ;o)
föstudagur, janúar 13, 2006
Föstudagurinn þrettándi og mín....lasarus í úglandinu :(
Héðan frá Barcelona er allt gott að frétta. Búin að eiga yndislega, já YNDISLEGA viku hér með honum brósa seinustu daga og óhætt að segja að ég sakna hans strax...halló hann fór bara í gær ;o)
Systkinavikan einkenndist af ótrúlega skemmtilegum tíma svo sem:
* búðarrápi
** meira búðarrápi
*** bjór og rauðvíns drykkju
**** fótboltaleiknum Espanyol – Barcelona
***** góðum réttum á frábærum veitingastöðum
**** mikilli göngu á milli staða
*** óvæntu snilldar djammi
** enn meira búðarrápi
* frábærum tíma
...Já eins og okkur einum er lagið fórum við út að borða og ætluðum okkur að taka því rólega svo við gætum örugglega kíkt nóg í búðir, því við erum bæði tvö KAUPÓÐ. Tókst ekki betur en það að við keyptum rauðvín og 4 bjóra, þræddum nokkra bari, kynntumst marokkóbúa sem vann á bar og heillaðist af mér og til að halda Jónasi lengur inn á staðnum vorum við lengi vel í fríum drykkjum.. SANGRÍA sangría... ákváðum svo að taka röltið á írskan pub þetta mánudagskvöld en rákumst á nokkra Svía og Finna svo djammið skemmtilega hélt áfram með þeim. Snillingurinn ég alltaf jafn hjálpsöm og ákvað að geyma digitalmyndavél og munntóbak fyrir Linus (1 svíann) og er því búin að vera seinustu daga að reyna að skila því aftur... hef sem betur fer númerið svo þetta reddast.
Næstu dagar munu einkennast af lærdómi, en í dag fékk ég sendar stærðfræðibækur frá Íslandi til að auðvelda mér lærdóminn – takk mamma!! Ótrúlegt hvað maður getur samt alltaf náð sér í einhverjar pestir... er lasarus hérna heima og því hafa 2 seinustu dagar einkennst af KFC, vibbamat og msn-hangi, auk þess sem ég hef notið þess að ver til! En þangað til næst..GÓÐA HELGI, KÆRU FÉLAGAR
Ps. Það er sko allt í lagi að kommenta, ég bít ekki, langar bara að vita hverjir fyljgast með ;o)
Birt af Sella kl. 10:09 e.h. 0 ummæli
laugardagur, janúar 07, 2006
Ja hérna og jæja!!
Þá er maður komin aftur til Barcelona, búin að finna brósa sem þurfti að bíða eftir komu minni í 5 tíma greyið ;) Kaupmannahöfn var SNILLLDDD og lítur allt út fyrir smá stopp þar í lok janúar enda loforð um djamm með Hrebbnu og Hildi. Köben var mest megnis chill og skíðagalla kaup...sem endaði svo á Kolliegebarnum í nokkrum/meira en nokkrum bjórum. Ákváðum að láta Hrebbnu sleppa því að sofa svo ég verð að viðurkenna vorkenni stelpuskjátunni að hafa farið drukkin og ósofin í 14 tíma rútuferð til France (stuð á skíðum)!
Óhætt að segja að ég og Hildur vorum frekar myglaðar þegar ég þaut út í Taxa og beinustu leið út á Kastrup - drakk Faxi Kondi eins og ég ætti lífið að leysa og las Séð og heyrt. Komst svo loksins upp á C/Paris í gær um sexleytið... og beið mín þá ekki ilmandi kaka sem Fannsa hafði bakað, bjór, íslenskt nammi og síðast en ekki síst "my big bro".
Tókum kvöldið frekar rólega, sýndi honum allt nágrennið í risa göngutúr og horfðum svo á DVD. Dagurinn í dag er búin að vera snilld... bara búðarráp, öldrykkja og huggulegheit enda fyrsti dagur útsölu
...En ekki meira í bili, þurfum að þjóta klukkutími í Espanyol-Barcelona fótboltaleikinn á Ólympíuleikvanginum :o) Þangað til næst BESOS
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Back to Barcelona...
Þá er komið að því!! Eftir 5 tíma á ég flug til Köben þar sem ég mun njóta dagsins með Hrebbnunni minni og skunda svo til Barcelona strax á föstudaginn. Áætlaður morgunverður með Önnu Jónu og Co á flugvellinum :o) Tíminn á klakanum hefur verið æðislegur þessa 14 daga sem ég hef verið hérna - fjölskyldan og vinir hjálpuðu mér að njóta lífsins til fulls. Einnig var ég svo heppin að á næstu dögum mun ég njóta nærveru besta vinar míns....því Jónas bróðir verður með mér í viku á Spáni. Þarf enginn að segja mér að okkur eigi eftir að leiðast enda erum við Íslandsmeistarar tvendarliða í búðarrápi og öruggt að VISA mun hagnast á æði okkar. Fótbolaleikur/ir munu að sjálfsögðu vera á dagskrá auk þess sem við munum njóta lífsins, skoða okkur um og drekka nokkra öl. Þann 12.jan tekur svo alvara lífsins við og mun ég sitja sveitt við að læra fyrir mín yndislegu próf í lok mánaðarins.
Áætluð heimkoma í lok jan, byjun feb.... en fyrst þarf að panta flugmiða, ákveða mögulegt millilandastopp í heimsóknir og kveðja Barcelona eftir æðislega dvöl!
miðvikudagur, janúar 04, 2006
JÁ ÁRIÐ ER LIÐIÐ OG NÝTT OG BETRA TEKUR VIÐ:)
Ákvað að skifa sætan annál eftir mánuðum um líf mitt seinasta ár!!
Janúar: Skóli og vá hvað djammið var mikið, Þrettándagleði Heimdallar, vísindaferðirnar og allt stússið í Mágusi, HÍ/HR partý...vei vei, ætíð nægar glasalyftingar og mánuðrinn endaði á VEISLU my big bró útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur. Janúar = Djamm
Febrúar: Get talist svolítið ofvirk, vann eins og brjálæðingur í Aktu Taktu og svo Mágus, Skólinn, Heimdallur og að sjálfsögðu X-Vaka... kosningar, innflutningspartý Jónasar og Tullu, 25 ára afmæli Siggu, stelputjútt á nokkrum stöðum og bjórvissuferð þar sem ég jaðraði við áfengiseitrun... ekki sniðugt. Febrúar = Kosningastúss
Mars: Bókamarkaðurinn alla daga og árshátíðir hjá Mágusi, Dísunum og sjálfsögðu rektorskosningar... skólinn og vísindaferðir voru líka á hverju strái! Heimdallur fékk líka minn hug og hjarta! Strákamálin gengu ekkert betur en vanalega :( hehe Mars = Mágus
Apríl: Eftir yndislega páska þaut ég með NESU til Köben á ráðstefnu... vá hvað var æðislegt – Aðalfundur Mágusar rann upp og Soffía tók við af mér sem formaður, vá hvað ég sakna alls stuðsins! Strákamálin aðeins betri – og ekki má gleyma æðislegri sumóferð og Bifröstardjammi með Benný sem greinilega voru ekki allir sáttir með ;o) Apríl = Lærdómur og leiðindi
Maí: Hætti í Aktu Taktu eftir uppsögn og mánuðurinn var bara lærdómur, varð svo heppin að fá vinnu á hinum yndislegastað Umferðastofu. Ekki má gleyma æðinu þegar ég fékk ferðastyrk til að fara í skiptinám til Barcelona. Maí = Prófastúss
Júní: Vinna, vinna, golfnámskeið með The Peppers og ófáar útilegurnar með skvísunum öllum. Natalía partýljón ávallt með aðeins 20 mánaða.. Júní = Útivera
Júlí: Byrjaði með Færeyskum dögum á Ólafsvík í æðislegri rigningu en við Peppers vorum saman ;o) Skorradalurinn og sumó, Snoop tónleikar, Bryndís Ösp kom í heiminn... endalaust mikil vinna og Þjórsárdalurinn um verslunarmannahelgina. Júlí = Lifa lífinu lifandi!
Ágúst: Frábær verslunarmannahelgi, djamm, meiri vinna og þrjú yndisleg sumarpróf... var blockuð á msninu – FÁRÁNLEGA FYNDIÐ. Uppskeruhátíð The Peppers og yndislegt brúðkaup hjá Hadda og Hödd :) Ágúst = Sumarsæla
September: Fór á vit ævintýranna til Barcelona og fékk Siggu með mér – æði gæði! Kynntist Salóme æði, borgaði 14000 í Taxa, naut lífsins og lærði oggupons í katalónsku...átti líka afmæli, en sorglegast var að amma Sigga dó. September = Sátt og sorgmædd
Október: Naut lífsins í Barcelona, fékk múttu og pabba í heimsókn. Algjört yndi að fá þau til mín...c/Londres. Meiri skólin og mikill lærdómur. Seldi sæta bílinn minn, WV Passat adios. Október = Spænska
Nóvember:Barcelona, Valencia, Alicante, Benedorm og fleira með Fanneyju,Kidda og Salóme, æðislegir vinir... missti mig í búðum, leið yfir mig.. Nóvember = Kaupsýki og Salóme
Desember: Skóli, meiri skóli og endalaus próf, snéri sólarhringnum við, jólaföndur, Black Eyed Peas tónleikar og heimkoma með 48 kíló í handfarangri. Strákamál í Zero – engar latino lufsur takk fyrir. Æðisleg jól, fjölskyldan, cocktailadjamm, matur, vinir og aftur vinir. Desember = Famelía og vinir
.....þetta ár verður betra svona er spáin fyrir 2006.
Um mitt komandi ár mun fjölga verulega í vinahópi þínum. Sjáðu til þess að þú takir frá tíma fyrir þig sjálfa og fjölskyldu þína. Verkefnin sem þér verða falin munu verða misjafnlega erfið. Útlit er fyrir að efnahagurinn batni síðari hluta ársins sem er að ganga í garð. GOTT EKKI SATT???