miðvikudagur, apríl 02, 2008

LÍFIÐ ER LÆRDÓMUR!

Já það má með sanni segja að næstu mánuðir verði lærdómur, próf og allt annað sem einkennist af prófalestri. Næstu vikur hafa eftirfarandi dagskrá skólalega séð ;o)

15-16. apríl - 24 tíma heimapróf í International Business and Strategy
23-24. apríl - 24 tíma heimapróf í International Marketing
29. apríl - 3 1/2 tíma modultest í dönsku
9. maí - skil á hópverkefni í Managing International Operations
19. maí - skil á 60 bls Business project verkefni
23-2.jún - 20 mín oral exam í Managing International Operations
9-13.jún - 20 mín oral exam í Business project.

Skemmtilegt ekki satt ;o)

Rannveig Alda frænka mun þó gleðja mitt litla hjarta með nærveru sinni hér á RBG34 um helgina er hún kemur í helgarfrí frá Lund Svergie ;o) Mikið verður það nú notalegt. En elskurnar mínar ætla að halda áfram að lesa um value chain, alliances og fleira áhugavert... lifið heil.

PS... mikið vona ég að íslenska krónan fari að styrkjast svo maður geti lifað sómasamlegu lífi hérna - úfffff

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki öfunda ég þig jafn mikið núna og venjulega verð nú bara að segja það!

Stella sagði...

Krónan er að styrkjast dag frá degi elskan mín, þetta kemur allt á endanum. :)
Vonandi sé ég þig í sumar skvís.