miðvikudagur, apríl 23, 2008

TAKA TVÖ - í öðru 24 tíma prófi

Jæja þá er komið að hryllingi nr.2 þessa önnina - 24 tíma próf í International Marketing. Sé fram á langan dag og langa nótt....Adidas er fyrirtækið og mikið í kringum Internetið.

Sólin skín úti svo þetta verður erfitt að láta ekki freistast..hehe en ég get!

Jónas bróðir kom í gær og er hjá Adda, hlakka ekkert smá að hitta hann eftir prófið ;o) En þangað til, eigið góðan dag elskurnar mínar og HLÝJIR STRAUMAR ERU VEL ÞEGNIR ;O)

Kommenta takk til að veita mér "baráttustrauma"

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér ROOOOOSALEGA vel í prófinu Sella mín, þú átt eftir að rúlla þessu upp:)

Nafnlaus sagði...

Gangi þér rosa vel í dag/nótt elskan mín og Jónas er með smá sumargjöf til þín.
Mútta

Sella sagði...

Nohh sumargjöf - mér líður eins og ég sé orðin lítil aftur....eru það kannski sippuband, krítar eða brennibolti eins og í gamla daga ;o) hehe

Takk kærlega fyrir kveðjuna Erlen mín og mútta krútta! Vona að þetta gangi :S

TaranTullan sagði...

Ömmmömmömmm...best að segja eitthvað...hmmm. Ég veit návæmlega hvernig það er að vera í prófum og það sökkar svo feitt að ég veit ekkert verra. Ekki neitt..þess vegna er svo gaman að fá komment, sérstaklega ef maður er duglegur að blogga *hint hint*
Ömmmmm einu sinni fór ég líka í heimapróf í félagsfræðiáfanga í MH og þar sem það er nákvæmlega sambærilegt við meistaranám veit ég nákvæmlega hvernig þér líður.
Bið að heilsa manni mínum, þú sérð hann á undan mér og gangi þér að sjálfsögðu vel í þessum hrylling
Ég er farin að lesa.
Tata

Tóta sagði...

Sólar- og baráttukveðjur frá RBG! Ég sit líka bara inni á meðan Hrefna sólar sig :(

Stella sagði...

Sella þú massar þetta, klárar þetta, pakkar þessu saman, sýnir að allir með ella í enda nafn síns eru bestar.
Gangi þér mega vel beibí.

Tóta sagði...

Til hamingju með að vera búin með bæði ógeðisprófin ljúfan mín :)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís, gaman að lesa bloggið þitt og til lukku með að vera búin með prófin tvö! B-)
hanna var að stinga uppá 1stu eða 3ju helginni í maí f. hvidvinshitting - hvordan lyder det? ;>