laugardagur, apríl 05, 2008

Afhverju......

Tekst manni alltaf að fá ljótuna og þá meina ég "LJÓTUNA" þegar prófatímabilið byrjar og lærdómur tekur við. Ekki laust við að maður fái allt í einu eins og eitt stk bólu til að príða manns fína fés og löngunin til að ganga um í náttbuxum og víðri peysu tekur enn stærri sess í huga manns.

Þó ekki sé talað um pizzur, skyndibita og nammi - ég gæti svo mikið sem lifað á óhollustu á svona tímum. Vá valkvíði á háu sitig í gær þegar ég og Tóta fórum í Fötex. Stóðum í búðinni og bara hummmmm, okkur langaði í allt. Það var spurning um að kaupa köku, baka köku, fá sér gos og nammi og þá hvernig nammi. Okkur langaði í snakk, hlaup, súkkulaði og lakkrís og viti menn.

Við keyptum allt ofantalið í búðinni......nammi gott en ekki gott. Því verður það bara útlitið sem versnar.

En hvað veldur því eiginlega að maður breytist svona extremely þegar maður byrjar að læra á fullu?

YFIR OG ÚT - CBS bibliotek kveður!!

6 ummæli:

Tóta sagði...

Spurning um að fara næst bara í ávaxtadeildina í Fötex. Þetta var einstaklega slæmt í þetta skiptið!

Nafnlaus sagði...

Hahaha... já alveg ótrúlegt hvað það er gott að gæða sér á nammi þegar maður er í svona próftörnum. Þú getur
þó huggað þig við það að þú ert alltaf svo sæt og fín og þú mátt sko alveg við því að leifa þeir svona nammitarnir á próftímunum þínum!!!!

Gangi þér vel í lestrinum og prófunum

Kveðja
Katrín

Sella sagði...

Hehe ég tek þig á orðinu Katrín mín og fer og kaupi mér nóg af nammi....

Takk fyrir stuðninginn og njótið blíðunnar í Svíþjóð ;o)

Nafnlaus sagði...

Jæja, á að taka til í myndunum í próftörninni :):);)

Sella sagði...

Hehe já aldrei að vita - fannst allavegana góð hugmynd að fá þessa góðu framköllunarsíðu hjá þér ef ég skyldi nýta tímann vel ;o)

Nafnlaus sagði...

Þú getur huggað þig við það að sumir eru með ljótuna án þess að vera svona duglegir í prófum!