laugardagur, apríl 19, 2008

Lærdómur á RBG og vinnan að komast á hreint

Já lærdómurinn á fullu þessa dagana enda styttist í próf - veðrið með eindæmum gott svo ég hef notið þess að lesa markaðsfræðigreinar úti í garði með popp í annarri og yfirstrikunarpenna í hinni ;o) JÓNAS BRÓÐIR KEMUR Á ÞRIÐJUDAGINN og ég get hreinlega ekki beðið - hinsvegar næ ég ekki að hitta hann fyrstu dagana hans þar sem ég verð læst inni og með hug minn allann í þessu blessaða prófi. Næ þó að eyða helginni með honum og fram á mánudag þegar hann fer aftur. Hann nær þá bara quality momenti með Adda og Atla á meðan - hehe

...en yfir í annað. Ég er komin með vinnu hérna í sumar á þeim frábæra stað Lille Strandstræde 24 sem er hliðargata út frá Nyhavn. Ég verð að vinna í barnafataverslun sem hetir Baby-Kompagniet svo endilega þið sem komið til Köben í sumar, kíkið á mig og verslið eitthvað fallegt - það er ekki erfitt, því ég gæti keypt fullt og ekki á ég krakka ;o) Sé því fram á að prins Aðalsteinn muni njóta góðs af þessu ef ég þekki mig rétt.

Þið sem ekki komið til Kóngsins Köben í sumar þið þurfið ekki að örvænta því búðin er líka með internet verslun svo endilega kíkið HÉR INN og njótið þess að versla ;o) hehe

Annars lifið heil og njótið helgarinnar.

PS - þið megið endilega KOMMENTA - miklu skemmtilegra að skrifa eitthvað þegar maður fær viðbrögð ;o) Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar

10 ummæli:

TaranTullan sagði...

Jaaaa....ég verð bara að segja að mér líst MJÖÖÖööög vel á sumardjobbið þitt....hehe
Bestu kveðjur í próflestrinum frá öðrum eins próflestri

TaranTullan sagði...

Jaaaa....ég verð bara að segja að mér líst MJÖÖÖööög vel á sumardjobbið þitt....hehe
Bestu kveðjur í próflestrinum frá öðrum eins próflestri

Nafnlaus sagði...

Knús knús :) gangi þér vel í prófinu Sella mín, ég veit að þú massar þetta :) farðu svo að kíkja í sveitina :) eða við að taka brunch saman niðrí bæ, ég verð svo fastur gestur hjá þér í sumar :)

Kv frá Tótunni á Kagså

Hjördís sagði...

úúú kem að versla barnaföt ef ég á leið um Köben :)

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín!
Var að tjékka hvort að ég væri ekki örugglega með rétt nr hjá þér ;) Sjáumst á fimmtudaginn, föstudaginn eða laugardaginn víííí :D Köben here I come!!
Knús - MAgga

Nafnlaus sagði...

Og ég versla klárlega hjá þér ef ég fæ að komast til Köben sem mig dreymir um þessa dagana til að kaupa barnaföt sem er náttlega ekki kaupandi hérna heima sökum verðs! Gangi þér vel í prófunum!!!

Stella sagði...

Ég mun ekki kaupa neitt hjá þér, engin börn hjá mér ;) En kannski næ ég að kíkja annars bara í haust ;) þegar leyndóið er komið í gang

Sella sagði...

Já Magga verðum endilega í sambandi um helgina - ég er búin í prófi í hádeginu á fimmtudaginn og verð því free as a bird að dúllast með Jónasi bróður eitthvað. ;o) Hlakka til að sjá þig.

Sandra mín komdu bara, frí gisting hjá mér ef þú vilt!

En Stella - nú er ég ekki alveg að skilja, þegar leyndóið er komið í gang. Hvað meinaru??

Stella sagði...

kemst að því síðar hvað ég er að meina, þú veist það reyndar en spurning hvort prófin séu farin að segja til sín þegar Sella fattar ekki um hvaða leyndarmál er verið að tala ;)
Forvitnin komin í gang?

Sella sagði...

Hehe ég skil þig núna - hahaha Já ég er svo sannarlega búin að lesa yfirmig eða kannski bara búin að fá sólsting!