föstudagur, apríl 11, 2008

Brandari og bæn í tilefni dagsins....gleðilegan FLÖSKUDAG

Fékk senda nokkra góða tölvupósta frá múttu og langaði til að deila þeim með ykkur....

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil."

Bæn dagsins.....Kæri drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt. Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki verið gráðug, fúl, vond, eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði. Ég hef ekki sett neitt á kredidkortið mitt.......
En ég fer á fætur eftir nokkrar nínútur og mun þurfa mun meiri hjálp eftir það. AMEN ;O)

Njótið dagsins og endilega segið mér eitthvað slúður í próflestrinum!!

2 ummæli:

Aldi­s sagði...

hahahha góð ;) *kvitt*

Nafnlaus sagði...

hahahaaa ;)
Gangi þér súperdúper vel í prófunum elskan :* Sjáumst svo í NÆSTU viku...vííí
Knús - Maggan