sunnudagur, mars 30, 2008

TIL HVERS AÐ TAKA TAXA Á DJAMMIÐ ÞEGAR MAÐUR GETUR HJÓLAÐ ;o)

Átti mjög svo skemmtilegt gærkvöld í gær með Tótu, Telmu og Gyðu. Sátum hér og sötruðum hvítvín og borðuðum íslenska osta.... þegar við ákváðum að kíkja í bæinn var ákveðið að reyna að ná í taxa, sem gekk alls ekki vel!

Því var málið leyst með hjólaferð á Sankt Hans Torv í cocktail og á Barcelona í mjög svo spes stemningu á dansgólfinu þar. Því voru luktirnar bara settar á hjólin og skundað á Borgarkroen þar sem Telma hrisstir vananlega koktaila og afgreiðir Hoff (Carlsberg). Eitt staup var tekið þar, en aðal markmiðið var að sjá Matthew McConaughey look a like! Hann var ekki á svæðinu svo við hjóluðum í átt að Strikinu og mikið er nú gaman að geta brunað það á hjóli um miðja nótt - hehe

Kvöldið var mjög svo skemmtilegt og var kíkt á Irish Rover og Viking í eintóma gleði! Eina sem að klikkaði að klukkan breyttist um kl. 2 um nóttina og þar af leiðandi misstum við einn klukkutíma hehe!

En núna tekur við lærdómur og meiri lærdómur við.... próf eftir alltof stuttan tíma ;o) En lifið heil mín kæru og sjáumst hress, ekkert stress, BLESS BLESS

Engin ummæli: