föstudagur, mars 07, 2008

Síðastliðin vika frá A-Ö eða næstum því....

Frá því á fimmtudag í síðustu viku hefur mikið og margt verið brallað. Við hittum Ingibjörgu í brunch þar sem skvísan var í borginni. Telma kom og joinaði okkur ákváðum við vinkonurnar að kíkja smá í búðir. Eftir kveðjustund okkar við Ingu sem var að flytja aftur heim til Íslands gerðu við bestu kaup helgarinnar. STÆRSTU SÓLGLERAUGU sem ég hef séð! Líkt og myndirnar sýna þá skemmtum við okkur mjög vel í koktailum á MexiBar þetta kvöldið.

Föstudagurinn var tekinn mjög snemma enda var skipulögð ferð til Malmö með systrum múttu – Eygló og Fanneyju. Ég og Jóhanna vorum frekar ryðgaðar að koma okkur af stað en sem betur fer fórum við og Malmöferðin var hin besta. Mikið verslað, chillað á kaffihúsum og haft það huggulegt. Eftir góðan dag kvaddi ég frænkur mínar og við skunduðum heim á leið. Telma æði kom eftir stutta stund með pizzu og við tók smá drykkja og svo bæjarrölt. Rólegar kíktum við milli staða en viti menn það rættist heldur betur úr kvöldinu eftir að sólgleraugun voru sett upp og kynntumst við þremur íshokkígaurum, Marcus, Paul og Jukka-Pekka ;o) Kvöldið endaði í trúbadorsöng á Strikinu og frábærri skemmtun fram undir morgun.

Laugardagurinn var svo tekin í sjopperí og brunch á Café Zyrop... Fyrirhugað var út að borða um kvöldið og varð Italiano fyrir vainu. Tre amigos “Telma,Sella&Jó” vorum svo búnar að lofa að hitta íshokkístrákana aftur. Þeir hringdu til að tryggja að við skemmtilegu íslensku píur mættum á svæðið og viti menn þegar við mætttum var allt HOCKEYLIÐIÐ MÆTT – um 15 strákar. Þarf varla að segja meira en að við kynntumst fullt af skemmtilegum strákum og sólgleraugun vöktu mikla lukku. Enduðum meira að segja á því að selja þau ;o) hehe Einnig náðum við að ljúga að við værum með þau því við værum coworkers at BeeMovie...bara skondið.

Sunnudagurinn var söndagsåben og því skundað í Fields...þreytan sagði svolítið til sín svo við vorum fljótar aftur heim í kot og kvöldið tekið í videógláp, kjaftaskap og nammi nammi nammiát og chill. Jóhanna takk æðislega fyrir frábæra helgi og megi hún LENGI LIFA....OG MYNDRNAR LÍKA

Síðustu daga hef ég þó legið heima með einhvern slappleika og viðbjóð. Hef þó reynt að læra, slappa af og njóta félagsskapar frá Tótu og Hrefnu. Telma kom líka í gær og eldaði fyrir okkur dýrindis fajitas ;o) elskan þú ert ávallt velkomin hehe

Loksins er ég búin að ná mér að slappleikanum enda ekki seinna vænna – Tinna Sif frænka og Guðrún vinkona hennar koma í hádeginu á morgun ;o) Helgin því frekar plönuð í skemmtilegheit, girly things like cocktails, shopping and fun...hlakka bara til, eigið góða helgi og endilega kíkið á 5 NÝ MYNDAALBÚM FRÁ MÉR!!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hellú sellfríður mín!
Þvílíkt skemmtilegar myndir :) skín í gegn hvað það er búið að vera gaman hjá þér síðustu vikurnar! Lífið er augljóslega að fara mjög vel m þig í útlandinu :)
knús til þín af klakanum,
Elvus

Nafnlaus sagði...

Djös stuð hefur verið hjá ykkur :D

þurfum endilega að fara taka kennslu í myndasíðunni ;)

bara við tækifæri skiljú hahaha

hafðu það gott og góða helgi ;)

Kv.Hrefna ÝR arhus

Sella sagði...

Hehe já lífið er afskaplega ljúft hérna Elvus mín ;o) Nýt mín í botn og ekki verra að vera alltaf með gesti í heimsókn!

Hrefna mín kennslan verður tekin við tækifæri....hehe

Eigið góða helgi sömuleiðis ;o)

Stella sagði...

stúlka svaraðu póstinum mínum!!!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðustu tvö kvöld :) Alltaf gaman að spila,spjalla og éta :)

Knúúús

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu var búin að commenta á þessa færslu fyrir löngu en greinilega hefur það ekki komið inn...humm...
Allaveganna rosa skemmtilegar myndir og hottie gaurar mar ;) híhí...greinilega rosalegt stuð þarna hjá þér!!
Ég er farin til Kanarí...sjáumst svo hressar í apríl ;)
Hafðu það gott um páskana elskan mín :* - knús - Maggie