sunnudagur, mars 23, 2008

MISSION COMPLETE ;o)

Jæja góðir hálsar - GLEÐILEGA PÁSKA og vonandi eruð þið búin að borða nóg af páskaeggjum og hafa það huggulegt í dag. Ég er sem sagt stödd á Íslandi en ég mætti á klakann síðasta þriðjudagskvöld. Ástæða þess var að yndislegi frændi minn Kalli var að fermast og ekki hægt að missa af því. Ákvað hins vegar að láta hann og Laufeyju frænku (múttuna hans) ekki vita af því og mætti því óvænt í fermingaveisluna hans í gær upp á Akranes. Leyndarmálið náðist mjög svo vel og grunuðu mæðginin ekki neitt ;o) Bara gaman - þau störðu bæði á mig og svo bara: "Bíddu Sella, þú ert hér...ekki í Köben" hehe bara gaman.

Reyndar vorum ég og mútta nánast búnar að komast upp um heimkomu mína nokkrum sinnum, en mamma náði að spyrja Laufeyju spjörunum út þegar hún átti leið í bæjarferð svo ég myndi ekki rekast á hana! Einnig náði ég að svara símanum einu sinni heima og um leið og ég svaraði sá ég að það var frænkan mín kæra að hringja svo ég hljóp um allt hús til að láta mömmu fá símann svo hún fattaði ekki að ég væri hér - hehe hún hélt bara að heimasíminn væri eitthvað bilaður! Ég fór í dýrindis kaffiboð til Sigrúnar á föstudaginn langa og þegar ég kom heim aftur - þá á ég það mikið til að kalla "Hæ - ég er komin" þegar ég mæti og mútta krútta vissi það mæta vel svo hún æpti upp yfir sig "LAUFEEEEYYYYYY" þegar ég kom inn enda var hún að spjalla við hana í símann. Frænkan mín kæra grunaði ekki neitt svo það var óvenju ánægjulegt að mæta og hitta alla famelíuna í gær, systkini múttu, afa og ömmu, frændur og frænkur og ekki verra að fá dýrindis kræsingar og spila páska bingó!

En elsku páskaungarnir mínir nær sem fjær- njótið dagsins og við sjáumst sem fyrst!

Engin ummæli: