miðvikudagur, mars 02, 2005

ÉG ER ENN Á LÍFI....

....en veit ekki hvað snýr upp né niður í hugarheimi mínum þessa dagana, hvort sem það er í karlamálum, skóla- eða vinnumálum eða bara HEIMSMÁLUM!!

Get varla andað af verkefnum og bjóst við því í dag að líf mitt myndist leggjast í dvala undan áreitinu og álaginu. En ég er sterk.... vona ég og tóri. Margt mjög skemmtilegt að gerast í lífinu og vegna þess eru allar heilaSELLUR uppgufaðar eftir drykkju helgarinnar.

Bókamarkaðsvinnan byrjum með yndislegu fólki og nóg að gera í bókarykinu. Kósí það, skóli, verkefnaskil, vinna, Mágusartíðindi, rektorskjör, meiri vinna, próf, skóli, og síðast en ekki síðst Árshátíð Mágusar á föstudag

......og ég á ekki kjól til að vera í HHHHHHJJJJJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁLLLLLLLPPPPP, á einhver af ykkur kjól til að lána mér, svo ég sé nú mannssæmandi þegar ég flyt ræðu á kvöldinu sjálfu!!

Lifið heil og meira bútar úr lífi "Sesselja steinselju" koma innan tíðar ;o)

Engin ummæli: