mánudagur, mars 21, 2005

TÍMINN LÍÐUR HRATT Á GERVIHNATTARÖLD.....

Já ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram og bara 7 dagar í NESU, kúl Köben here i come ;o)

Flöskudagur tekinn með trompi eins og vanalega. Mágus/Orator fór ekki eins og við vildum, 7-6 Orator í vil eftir rosalega góða spretti hjá okkur í körfu, fótbolta og handbolta (við stelpurnar máttum þó standa okkur betur.... hlaupaæfingar vegna arfaslaks þols byrjaðar) og snilldin eins stjórnarboltinn þar sem við Mágusargellur tókum þetta með trompi og unnum ,,karlastjórn Orators".

Eftir íþróttalætin var haldið í vísó í Símann og þaðan á ræðu- og drykkjukeppni á Gauknum. Þar sem hið árlega BÓKÓdjamm var á Café Victor hljóp ég á milli rétta á Gaukinn og fylgdist með. Sötraði kokteila líkt og dönnuð stúlka gerir.... þar til símtalið kom. Sæunn bjallaði og þá var komið að því ég keppti í drykkjukeppni fyrir Mágus.... stóð mig ótrúlega vel, þótt ég segi sjálf frá... en töpuðum þó með smá mun. Ræðukeppnin fór helur ekki vel.Hannes var valin ræðumaður kvöldsins. Aldís, Jói og Varði eiga hrós skylið líka.... við tökum þetta á næsta ári!!!

BÓKÓdjammið hélt áfram á Prikinu.... SURPRISE og ég gerði mér lítið fyrir og notaði debbarann grimmt. Færslur sem hljóða upp á 3900 krónur og alles. Hvað get ég verið að kaupa? smá blörý móment....Djammið ógurlegt, Hverfis heimsóttur að vanda, kíkt í eftirpartý og heimkoma langt eftir skikkanlegan tíma, en gaman þó.

Laugardagur í leti í orðsins, slappaði af, svaf og skellti mér í fötin fyrir næsta teiti. Jói orðin gamall og 30 ára afmæli á Players. Paparnir að spila og stórmerkilegt að fylgjast með liðinu á svæðinu. Ég þó bílandi þetta kvöldið enda heilsan ekki sú besta og harðsperrur farnar að segja til sín. Stórskemmtilegir hlutir gerðust, Gústi klæddi sig úr og í, eins og vanalega, bitið í geirvörtur.. sungið dansað og GLÁPT á 50+ fólkið sem var í hözzlgírnum... þetta er magnaður and****

náði upp algjörum svefni enda helsta törnin búin.... og viti menn kíkti svo í fermingarveislu í kvöld þar sem seinasta ,,barnið" í afkvæmabandinu var fermt!!!! vá hvað maður er orðin gamalll

....en þangað til næst, veriði hress ekkert stress!!!

Engin ummæli: