föstudagur, mars 11, 2005

Ágúst Einarsson komin í 2. umferð í rektorskjörinu.

Já tilkynnt var áðan um úrslitin í rektorskjöri og GREINILEGT AÐ ÞAÐ verður kosið að nýju fimmtudaginn 17. mars um þau Ágúst Einarsson og Kristínu Ingólfsdóttur, sem fengu flest atkvæði í dag. Kristín Ingólfsdóttir fékk 28,5% atkvæða í kjörinu í dag, Ágúst Einarsson 27,4%, Jón Torfi Jónasson 24,5% og Einar Stefánsson 18,9%.

Því er bara um að gera að kjósa rétt í næstu viku.

Daglegt líf
Annars er lítið að gera í lífi mínu þessa dagana nema skólast og vinna á bókó.... endilega kíkið á mig COME ON ;O)

Brynja, Tinna og kúlukríli lentu í áresktri í dag á nýja fína bílnum hennar Brynju. Greyin litlu í rusli, að deyja í bakinu og alles og læknarnir þorðu ekki annað en að halda Tinnu á spítalanum í minnsta kosti 1 dag upp á að fæðingin fari ekki af stað. Yrði svolítið slæmt því litli/a frændi/frænka á ekki að koma í heiminn fyrr en í júlí.

Helgin stefnir í góða afþreyingu. Lokaúrslitin í Idol á morgun, lærdómur og próf í rekstrarhagfræði II á laugardaginn en gleðin tekur svo við.... ÁRSHÁTÍÐ DÍSANNA, ó mæ hvað verður gaman.... get ekki sagt meir.

Já við þakka Tinnu og Benný fyrir ómetanlegan bíltúr í gær... Mágusartíðindi komin í hús og viti menn keyrði út 100 blöð í gærkvöldi, ákvað í leiðinni að ég ætla aldrei að flytja í Árbæinn, myndi týnast á fyrsta degi :(

Engin ummæli: