föstudagur, mars 18, 2005

ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ...
Fyrridagur í Mágus/Orator er búinn og stigin standa 1-1.
Skáksnillingar Mágusar komu sáu og sigruðu með glæsibrag á Hverfis, stigin voru 28-21 eftir 7 umferðir og stigið í höfn. Við tók þessi líka gríðarspennandi spurningarkeppni þar sem GettuBetur Orators lét sig ekki vanta og sigraði eftir jafna og spennandi keppni 25-20. Því er bara komið að því að hreyfa sig.... mín að fara að sprikla AGAIN... handbolti, stjórnarbolti og hver veit nema einhvað annað leynist ;o)

Áhugasömum bent á Valsheimilið í klappstýrufíling kl. 11:00 til 15:00 og svo vísó, drykkjukeppni, ræðukeppni og eintóm gleði..... engar áhyggjur myndavélin verður á sínum stað

Þó eru afar slæmar fréttir að færa. Hin yndislegi Ágúst Einarsson er því miður ekki næsti rektor Háskóla Íslands. Úrslitin kynnt í kvöld í gríðarskemmtilegri kosningavöku í höll kappans. Synd að fá hann ekki við völd, ekki það að ég hafi á móti Kristínu, hún er eflaust mjög fín kona.
Úrslitin voru 52,3% kusu Kristínu á móti 47,7% atkvæða Ágústs í vil!!!

Engin ummæli: