þriðjudagur, apríl 29, 2008

Lasarus

ÓGEÐIS leiðinlegt að vera veikur....og hvað þá þegar það er um 18°heitt úti og sól! Ég vorkenni sjálfri mér mikið, ég hata GUBBUPEST!!

miðvikudagur, apríl 23, 2008

TAKA TVÖ - í öðru 24 tíma prófi

Jæja þá er komið að hryllingi nr.2 þessa önnina - 24 tíma próf í International Marketing. Sé fram á langan dag og langa nótt....Adidas er fyrirtækið og mikið í kringum Internetið.

Sólin skín úti svo þetta verður erfitt að láta ekki freistast..hehe en ég get!

Jónas bróðir kom í gær og er hjá Adda, hlakka ekkert smá að hitta hann eftir prófið ;o) En þangað til, eigið góðan dag elskurnar mínar og HLÝJIR STRAUMAR ERU VEL ÞEGNIR ;O)

Kommenta takk til að veita mér "baráttustrauma"

laugardagur, apríl 19, 2008

Lærdómur á RBG og vinnan að komast á hreint

Já lærdómurinn á fullu þessa dagana enda styttist í próf - veðrið með eindæmum gott svo ég hef notið þess að lesa markaðsfræðigreinar úti í garði með popp í annarri og yfirstrikunarpenna í hinni ;o) JÓNAS BRÓÐIR KEMUR Á ÞRIÐJUDAGINN og ég get hreinlega ekki beðið - hinsvegar næ ég ekki að hitta hann fyrstu dagana hans þar sem ég verð læst inni og með hug minn allann í þessu blessaða prófi. Næ þó að eyða helginni með honum og fram á mánudag þegar hann fer aftur. Hann nær þá bara quality momenti með Adda og Atla á meðan - hehe

...en yfir í annað. Ég er komin með vinnu hérna í sumar á þeim frábæra stað Lille Strandstræde 24 sem er hliðargata út frá Nyhavn. Ég verð að vinna í barnafataverslun sem hetir Baby-Kompagniet svo endilega þið sem komið til Köben í sumar, kíkið á mig og verslið eitthvað fallegt - það er ekki erfitt, því ég gæti keypt fullt og ekki á ég krakka ;o) Sé því fram á að prins Aðalsteinn muni njóta góðs af þessu ef ég þekki mig rétt.

Þið sem ekki komið til Kóngsins Köben í sumar þið þurfið ekki að örvænta því búðin er líka með internet verslun svo endilega kíkið HÉR INN og njótið þess að versla ;o) hehe

Annars lifið heil og njótið helgarinnar.

PS - þið megið endilega KOMMENTA - miklu skemmtilegra að skrifa eitthvað þegar maður fær viðbrögð ;o) Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar

miðvikudagur, apríl 16, 2008

HEIMAPRÓFIÐ BÚIÐ......

Mikið var þetta strembin nótt - vakti hana alla og rétt náði að klára prófið áður en ég skilaði í dag. Verð að segja að mér fannst þetta drullu erfitt og vá hvað ég KANN EKKI að taka svona 24 tíma próf og skipuleggja mig eftir því.

Ég og Kata fórum svo saman með stráknum í Brunch og je dúdda mía hvað þreytan var í loftinu - sjaldan hef ég sé jafnt óspennandi átta manna hóp í hádegismat saman - hehe....öll nánast sofnuð ofan í diskinn.

Núna hef ég vakað í 32 tíma og segi því PASS - FARIN AÐ SOFA!!!

Farið þið vel með ykkur elskurnar og TAKK KÆRLEGA FYRIR ALLAR FALLEGU KVEÐJURNAR - þær björguðu mér svo sannarlega í niðursveiflu og volæði í verkefninu í nótt. Núna er bara að bíða í ca mánuð eftir einkunn og byrja að læra fyrir næsta 24 tíma próf sem er á miðvikudaginn næsta......JÍHA

þriðjudagur, apríl 15, 2008

FYRSTA HEIMAPRÓFIÐ AÐ BYRJA EFTIR KLUKKUTÍMA!!

Jæja þá er ég að fara í fyrsta heimaprófið mitt á ævinni núna kl. 12 hér í CBS.....moment of truth :S vonandi gengur þetta bara sem best. Verð í prófinu næstu 26 tímana :o)

Þannig að allir góðir straumar eru vel þegnir og endilega WISH ME GOOD LUCK ;)

föstudagur, apríl 11, 2008

Brandari og bæn í tilefni dagsins....gleðilegan FLÖSKUDAG

Fékk senda nokkra góða tölvupósta frá múttu og langaði til að deila þeim með ykkur....

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil."

Bæn dagsins.....Kæri drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt. Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki verið gráðug, fúl, vond, eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði. Ég hef ekki sett neitt á kredidkortið mitt.......
En ég fer á fætur eftir nokkrar nínútur og mun þurfa mun meiri hjálp eftir það. AMEN ;O)

Njótið dagsins og endilega segið mér eitthvað slúður í próflestrinum!!

miðvikudagur, apríl 09, 2008

TÍBÍSKT VEÐUR Í PRÓFALESTRI.

Greinilegt að prófaveðrið ætlar að fara að láta sjá sig hér í Kóngsins Köben - akkurat 6 dagar í fyrsta heimaprófið og því um að gera að sitja sveittur við bækurnar og reyna að ná einhverju inn í kollinn sinn.....EN NEI!!

Úti er heiðskýrt og sól, hitinn ca um 10 gráður

ÉG SEM HÉLT AÐ SVONA LAGAÐ VÆRI BANNAÐ :o(

laugardagur, apríl 05, 2008

Afhverju......

Tekst manni alltaf að fá ljótuna og þá meina ég "LJÓTUNA" þegar prófatímabilið byrjar og lærdómur tekur við. Ekki laust við að maður fái allt í einu eins og eitt stk bólu til að príða manns fína fés og löngunin til að ganga um í náttbuxum og víðri peysu tekur enn stærri sess í huga manns.

Þó ekki sé talað um pizzur, skyndibita og nammi - ég gæti svo mikið sem lifað á óhollustu á svona tímum. Vá valkvíði á háu sitig í gær þegar ég og Tóta fórum í Fötex. Stóðum í búðinni og bara hummmmm, okkur langaði í allt. Það var spurning um að kaupa köku, baka köku, fá sér gos og nammi og þá hvernig nammi. Okkur langaði í snakk, hlaup, súkkulaði og lakkrís og viti menn.

Við keyptum allt ofantalið í búðinni......nammi gott en ekki gott. Því verður það bara útlitið sem versnar.

En hvað veldur því eiginlega að maður breytist svona extremely þegar maður byrjar að læra á fullu?

YFIR OG ÚT - CBS bibliotek kveður!!

miðvikudagur, apríl 02, 2008

LÍFIÐ ER LÆRDÓMUR!

Já það má með sanni segja að næstu mánuðir verði lærdómur, próf og allt annað sem einkennist af prófalestri. Næstu vikur hafa eftirfarandi dagskrá skólalega séð ;o)

15-16. apríl - 24 tíma heimapróf í International Business and Strategy
23-24. apríl - 24 tíma heimapróf í International Marketing
29. apríl - 3 1/2 tíma modultest í dönsku
9. maí - skil á hópverkefni í Managing International Operations
19. maí - skil á 60 bls Business project verkefni
23-2.jún - 20 mín oral exam í Managing International Operations
9-13.jún - 20 mín oral exam í Business project.

Skemmtilegt ekki satt ;o)

Rannveig Alda frænka mun þó gleðja mitt litla hjarta með nærveru sinni hér á RBG34 um helgina er hún kemur í helgarfrí frá Lund Svergie ;o) Mikið verður það nú notalegt. En elskurnar mínar ætla að halda áfram að lesa um value chain, alliances og fleira áhugavert... lifið heil.

PS... mikið vona ég að íslenska krónan fari að styrkjast svo maður geti lifað sómasamlegu lífi hérna - úfffff