miðvikudagur, september 29, 2004

ÉG Á LÍKA AMMÆLI...... LIGGA LIGGA LÁI!!!

Já mín bara orðinn ellismellur 23.ára, pælið í því!!!...... og þið vitið ekki hvað ég stækkaði mikið í nótt. Afmælisdagurinn byrjaði voðalega vel þar sem stimpilklukkan í vinnunni spilaði líka þetta magnað falska technoafmælislag kl.24. Svo lá leiðin á Prikið í kaffibolla með Jónasi bróður.... og elskan svo góður að gefa mér 3 rauðar rósir

Ekki var svo slæmt að fá afmæliskort í pósti frá Ameríkunni..... Elva og Anna Lára TAKK æðislega fyrir mig og missya þúsundfalt líka, bíð spennt eftir jóladjamminu!

Búin að fá fullt af góðum kveðjum í dag....ammæliskveðjur frá: Veru, Siggu, Sigrúnu, Evu
Ösp, Tinnu Sif, Sibbu, Drífu, Hrebbnu, Sæunni og Soffíu, Danna Tiger, Önnu Svövu, Rakel og bumbunni, Hönnu, Benný, Anný Rut, Frikka, Laufeyju og Kalla. TAKK FYRIR MIG!!


Langar í leiðinni að óska Tullu innilega til hamingju með 24 ára afmælið..... njóttu dagsins elskan.

Kv. Sólskinsbarnið í ammælisgír

P.S Afmælispartý hjá mér um helgina....... svaka stuð og djamm á laugardaginn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur! Hlakka til að sjá ykkur.....

þriðjudagur, september 28, 2004

Að kaupa PYLSU.... getur verið hörkuerfitt

Já það hefur nú ekki virkað tiltökumál að kaupa sér eina með öllu í þessu þjóðfélagi..... en nei viti menn, það var nú bara hörkuvesen hjá mér og Tinnu frænku um helgina.

Þannig var mál með vexti að við frænkurnar ákváðum að skella okkur á Bæjarins bestu á laugardagskvöldið um kl.02:00, vippuðum okkur inn á bílaplanið fyrir framan og eins og fólk veit er lífsins ómögulegt að fá stæði þarna eftir miðnætti um helgi. Við frænkurnar ákváðum eftir nokkra hringi á bílaplaninu að loka bara tvo bíla inni, hlaupa og kaupa pullu og skella okkur í burtu!!! Tókum allann pakkann í því að það kæmi nú enginn að færa bílinn sinn svona seint á nóttunni og að það tæki nú ekki langan tíma að fá 2 stk pylsur!

.......en heppnin okkar við skelltum okkur að skúrnum góða, pöntuðum tvær heitar en í sömu andrá er mér litið í átt að bílaplaninu þar sem ég sé þrjá vaska pilta standa við bílinn okkar. Einn gaurinn kemur að pylsuvagninum og eftir stutt spjall fæ ég að vita að við höfðum lagt fyrir bílinn hjá vini hans sem ath.... var lögga í mikilmennskugír, sem búinn var að hringja á lögguna og tilkynna ólöglegalagðan bíl og ætlaði að fá Vökubíl til að draga hann í burtu.....

Ég hleyp og ætla að færa bílinn... þá átti ég smá samtal við löggugaurinn.

Gaurinn: “Ertu eigandinn á bílnum?”.....
Ég: ,,Nei er bara að færa hann fyrir eigandanum”
Gaurinn: “ok, þá mun eigandinn vera vakinn, því löggan mun hringja í hann eftir smá”
Ég: ,,ok en ég skal bara færa bílinn”

Færi bílinn og segi svo við Tinnu frænku þegar hún kemur með pylsurnar
,,Heyrðu löggan mun hringja í eigandann á eftir út af ólögleglögðum bíl”...... þá sé ég líka þennan skrítna svip koma á frænku mína í því sama sem hún springur úr hlátri og segir.....
,,......en Sella, amma er skráð fyrir bílnum!!!”

verð því bara að segja hversu fyndið hefur samtalið verið við 70 ára kellu um miðja nótt um ólöglega lagðan bíl á bílastæði......ekki furða að löggan hafi verið fámál þegar hún loksins bjallaði í Tinnu út af herlegheitunum!!!

Saumó búinn og slúðrið komið í æð.....

Já fremur rólegur saumaklúbbur hér á ferð..... skrítið vorum bara 6 mættar, en vaninn er örlítið fleiri eða 16 manns. En nei þar sem gellurnar okkar eru erlendis, þær: Gyða í Kanada, Anna Lára í USA, Marín í Þýskalandi og María, Tinna og Telma í Danaveldi.....vantaði nokkrar aðrar út af vinnu, lærdómi og pössunarleysi og veriði vissar elskurnar ykkur var sárt saknað.

Ég var búin að vera rosalega dugleg að baka og svona en NEI NEI NEI viti menn ætli bakarofninn bili ekki hér heima hjá mér og heiti rétturinn til í tuskið..... Þá eru nú góð ráð dýr, en viti menn hvað ætli maður hafi gert ?? Jú jú, kveikti upp í gasgrillinu og hitaði hann þannig, sniðug finnst ykkur ekki!!!

Slúðrið var í það minnsta þessa kjaftatörn, en þjóðfélagsmálin rædd fram og til baka. Guðrún sagði okkur mikið frá nýju íbúðinni sinni og út frá því komu þessi líka miklu íbúðarkaup..... ég held ég verði bráðum ein eftir heima hjá M&P. Hrebbna og Katrín eru að safna fyrir íbúð og alltaf að skima eftir. Sunna nýbúin að kaupa, Anna Jóna komin á Hjónagarðana og já bara allt á blússandi siglingu hjá okkur gellum...... ekki leiðinlegt!

En eftir mikið spjall um Fíkniefnamálið í DV, skólana HA,HÍ og HR, vinnurnar, litlu krílin í klúbbnum, barneignir, djammið, Idol, jólin og jólastressið, brúðkaup, bankamálin og allt milli himins og jarðar, leisti ég stelpurnar út með bókaláni til að redda málunum. Ekki slæmt að geta lánað bókmenntasögubækur, spænskuorðabækur og bókfærslubækur....... já dugleg? Vil því enda þetta góða blogg á MENNT ER MÁTTUR ...........og fara að læra fyrir próf sem er á morgun!

mánudagur, september 27, 2004

Dugnaður í minni..... fylgir þetta aldrinum??

Já búin að vera dugleg í dag, þótt ég segi sjálf frá. Eftir smá stund á von á Dísunum í saumaklúbb og haldiði ekki bara að mín sé búin að baka köku, gera brauðrétt, skera niður grænmeti með dýfu, nachos og ......fullt af nammi..... ekkki slæmt það.

Já keypti mér líka þessa snilldarskál fyrir allt gúmmelaðið..... þannig að núna get ég tekið á móti ykkur með góðgæti!!!

I´m readdyyyyyyy..... sjáumst hress

föstudagur, september 24, 2004

Olympíuleikar fatlaðra..... dáist að keppendunum.

Já mér finnst við hæfi að Kristín Rós sundkappi verði valin íþróttamaður ársins á Íslandi miðað víð árangur sinn..... hún á það skilið og mikið meira en það, gull og heimsmet á móti sem þessu!

En verð þó að segja frekar fyndið að horfa á kúluvarp dverga, hjólastóla körfubolta, hjólreiðar blindra og hestamennsku handalausra.... en þetta er samt hörkuduglegt fólk..... ég gat samt ekki annað en hlegið yfir ýmsu.

Sella einfalda...... (betra að geta hlegið að og með svona fólki, er það ekki málið)


fimmtudagur, september 23, 2004

ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI Í KENNARAVERKFALLI.....

Minnist þess þegar við fórum í kennaraverkfall í grunn-og framhaldsskóla.... þvílíkt og annað eins ljúfa líf. Áhyggjulaus vaknaði maður á morgnanna, hringdi í vini og fékk þá til að hanga með sér í Kringlunni, leigja videó, passaði litlu systkyni vina sinna eða hékk bara einhvers staðar og chillaði....

Ohh mig langar svo að fá aftur svona róleg móment, slappa af og vera áhyggjulaus unglingur. Er fólk ekki sammála mér.

Ekki það að ég skilji ekki að það sé kennaraverkfall, þessi laun mega alveg hækka slatta fyrir vinnuna sem kennarar vinna. Þetta er mjög vanmetin vinnustétt!!!

ALLT AÐ GERAST......

Já bara komin ferðaplan, mín er á leið til Danmerkur, Finnlands og Eistlands á ráðstefnu NESU

Búin að kaupa flugmiðana alla þannig að planið er svona:

Kaupmannahöfn 30.október, gist í eina nótt. Helsinki 31.október þaðan tekin ferja til Tallin (Eistlandi) þar sem við verðum í tvo daga og förum aftur til Helsinki. Þaðan fer ég svo til Köben 7.nóvember. Mun svo gista tvær nætur í Kóngsins köben hjá henni Telmu minni því hún ætlar að taka vel á móti mér og sýna mér sætu skiptinámsborgina sína..... TELMA strax farin að hlakka til......

Þægilegt og notalegt kvöld í Grafarvoginum.....

Kíkti til Guðrúnar Helgu og Gauta í kaffi í kvöld með þeim HÍ skvísum Jóhönnu og Elínu..... og mikið rosalega getur maður spjallað þegar maður hefur ekki hitt vini sína heilt sumar!

Mikið búið að gerast, Hanna búin að kaupa íbúð, Elín komin með kall og Guðrún og Gauti eiga vona á barni..... eintóm hamingja...........Til hamingju öll

Ekki verra að ég fékk eitt besta súper nachos ala Helga, bið hér með um uppskriftina, fleiri verða að fá að njóta þess!

TAKK FYRIR ÆÐISLEGT KVÖLD..... bíð spennt eftir næsta hittingi hjá Hönnu.


þriðjudagur, september 21, 2004

Saumó-plan næstu viku!!!!

Vildi bara koma því hér á framfæri að ég er með 2 saumaklúbbi í næstu viku......ákvað að bjóða gellunum heim í tilefni afmælis míns, ekki amalegt verð 23 ára gamalmenni

Mánudaginn 27. september mun ég bjóða Réttó gellunum til mín kl:20:30

og

Miðvikudaginn 29. september munu hinar skólaskvísurnar úr 6-D Versló líta á mig..... nánar tiltekið kl. 20:30.

Hlakka til að sjá ykkur allar og endilega látið mig vita ef þið komist ekki, annað hvort með emaili sesselg@hi.is eða í símann minn..... you know my number ;)


ELVA AFMÆLISGELLA!!!!!

Vil nýta tækifærið og óska þér Elva Björg, Arkansas skvísa innilega til hamingju með afmælið....... bara orðin 23 ára skvísa.

Njóttu nú dagsins í úglandinu og have fun darling..... miss you big time!!!


Ljúft líf að klæðast rauðu....... ekki sýst þegar Man. United vinnur!!!!
Já fyrir þá sem ekki vita var Man Utd - Liverpool áðan og meistararnir unnu 2-1.... ekki laust við að maður sé með glott á andliti yfir þessum snillingum sem maður hefur haldið með endalaust!
En ekki meira í bili......bara gaman að horfa á boltann :)

fimmtudagur, september 16, 2004

Verð nú bara að segja það..... hvað er málið með bókakaup í skólum nú til dags???

Ekki nóg með að maður striti og puði á sumrin til að fá nokkra aura, þá er maður fljótur að kveðja þá þegar skólinn byrjar. Ég er í 6 fögum í skólanum sem allir eru með einhverjum massívum bókum........og viti menn eitt stykki bók kostar um 6980.- sem er ekki mannlegt fyrir fátækan námsmann!!

Eins gott að djamm og fyllerí er ódýrt í vetur út af þessum snilldar vísindaferðum!!!! Mótmælum því saman og reynum að spara, mætum öll í VÍSÓ

Yngsit prins fjölskyldunnar er komin með heimasíðu.....

Já haldiði ekki bara að óskírður Bragason (sonur Gullu frænku og Braga) sé komin með heimasíðu. Linkur á hana hér til hliðar svo þið getið nú fylgst með!!! Rosa dúlla þar á ferð.

miðvikudagur, september 15, 2004

ANNASÖM vika....... það er svo fínt að hafa nóg að gera ........en ég meina það. Gærdagurinn fór í að kynna Heimdall fyrir námsglöðum FB-ingum, og viti menn mín bara mætt í Breiðholtið kl:08:05 en það hefur ekki gerst í langann tíma. Svo tók skólinn við, Þjóðarbókhlaðan og loks vinnan

Ég veit ,,I don´t have alive”, dagurinn í dag er svo að vanda fullur af skemmtilegum fundum, til að ákveða kynningarkvöld Heimdallar á Hressó á laugardaginn, fundur borgarmálanefnd, fundur mannréttindarnefndar og svo að sjálfsögðu skólinn sjálfur!!! Hann má nú ekki gleymast.

Helgin...... er svo óðum að nálgast og má gera ráð fyrir miklu stuði, þar sem hún Kristín vinkona fær sveinsprófsskírteinið í hönd á laugardag, kynningafundur Heimdallar er og hún Helga Rut skvísa á afmæli!!!! Ekki amaleg helgi, verst bara að mín er að vinna líka! En það er þó dagvakt á laugardag og kvöldvakt á sunnudag, þannig að mín sést í bænum að vanda ;o)


Grænn Golf, eldri týpa.... bílnúmer BH ??? óskast

Já mín bara í rólegheitum í vinnunni í gær þegar einhver snillingur á grænum Golf ákvað að koma og grýta eggjum í vinnustað minn .

Greinilegt að Garðbæingar hafa ekki meira uppbyggilegra að gera á þriðjudagskvöldum. Eggjagaurnum á Golfinum tókst að kasta tveimur eggjum inn í sjoppuna til okkar og einu nánast í hausinn á mér....... það hefði verið amalegt!!!

ÉG bara spyr...... hvað hef ég gert af mér? Eða kannski bara eigandinn..... á maður ekki að kenna honum um óánægða viðskiptavini sem taka til þess ráðst að GRÝTA EGGJUM?

þriðjudagur, september 14, 2004

Lífið er dans á rósum...... .svona á þetta að vera!!!

Já nóg að gera hjá mér eins og vanalega, og viti menn mín er að fara á ráðstefnu í Finnlandi 31. okt - 7. nóv. Hljómar vel ekki satt..

Þetta er ráðstefna á vegum Nesu, félags viðskiptafræðinema á norðurlöndunum. Farið verður til Köben, þaðan til Helsinki þar sem við gistum en einnig munum við skreppa til Eistlands í heimsókn í 2 daga....

Hljómar vel ekki satt?? þannig að bara dans á rósum hjá mér.

En later.... vinnan kallar á mig eftir 10 mín.

mánudagur, september 13, 2004

Hvað er málið..... á ég enga vini lengur!!!!

Veit ég hef verið frekar busy upp á síðkastið.... en svona pæling á ég enga vini enn í gegnum bloggið?

Er ég bara einhver púki út í bæ sem tala við sjálfan mig á netinu, eða eru þið fólk að læðupúkast þarna bak við mig..... commentið nú hjá mér, áður en ég fer í VERKFALL.

ein einmana og svekkt ;o(

Snúast allar auglýsinar um kynlíf og klám........... smá pæling

Er þetta bara ég eða er alveg eðlilegt að sjá eftirfarandi auglýsingar:

,,Besta svæðanudd sem völ er á” (Einstaklingsrúm)
,, kraftmiklar og endingargóðar” (þvottavélar)
,,Stærðin skiptir máli” (Banana Boat Aloe Vera gel)
,, Hart og gott” (gólfefni - parket)

Er það bara ég sem er svona mikill sorakjaftur eða er þetta bara raunin??????

Já ég verð að spyrja er eðlilegt að fá spurningar eins og ég fékk um seinustu helgi. Á föstudag labbaði gaur upp að mér og spurði: ,,ertu dyravarðarmella?” og á laugardag fékk ég þetta góða coment að ég væri: ,,pervert” þarf ég að fara að endurskoða útlit mitt..... eða hvað er málið????

Jeff Buckley...... er átrúnaðargoð

Verð nú bara að nefna þennan mann, því ég heyrði lagið hans Hallelujah um daginn en þetta lag er auðvitað eitt það flottasta í bransanum. Ekki það að ég sé lituð af hlustun þessa lags. Þetta lag er mín heitasta minnig á Spánardvöl minni og Gyðu árið 2001, þar sem ég held að þetta lag hafi verið spilað oftar en allir þeir dagar sem við dvöldum þar...... Þegar ég heyrði þetta lag..... saknaði ég strax Gyðu minnar sem er í Kanada að læra verkfræði, hlakka til að sjá þig Gyða mín um jólin, tökum þá eitt gott Buckley kvöld!!!!

En í alvöru mæli með þessu lagi hjá goðinu góða, tékkið á þessu!!!!

ÍÞRÓTTIR..... HANDBOLTI ER GUÐSGJÖF

Var að fletta blaðinu um daginn og áttaði mig þá á því að íþróttir á borð við handbolta eru ekkert annað en hrein guðsgjöf!!! Ekki nóg með að það sé fullt að gerast allann tímann, frekar simple leikreglur og allir geti horft á þetta, þá er líka uniformið bara fínt.

Það er annað en glíma, þar sem keppandin þarf að klæðast þröngum leðurólum sem engin skilur tilganginn í. Eða þá bara waterpolo........ varð óvart áhorfandi á þessari mögnuðu íþrótt á ólympíuleikunum og ég varð að segja fyrr myndi ég grafa mig en vera með.... manni sem stundaði þessa íþrótt...... þeir líta út eins og pínulítil smábörn með öfugarbleyjur á hausnum!!!!!

Hvað er að........ þá vil ég nú frekar kjósa almennilegar íþróttir á borð við handbolta eða fótbolta þar sem maður getur nýtt helgarnar fyrir framan sjónvarpið með bjór við hönd og skemmt sér!!!!!!!

fimmtudagur, september 09, 2004

Stjórnmál, vinnan og skólinn
Já djammið er ekki nóg hjá mér... Heimdallur er gríðarleg vinna en skemmtileg. Við höfum verið á fullu að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Komið er í gang fullt af áhugaverðum málefnahópum fyrir þá sem hafa áhuga. Sjálf hef ég komið mér í Borgarmálin, Mannréttindamál og Mennta-og menningarmálanefnd. Það er á mörgu að taka en vonandi gengur okkur vel..... með hjálp góðra einstaklinga. Var einmitt á góðum fundi með Vilhjálmi oddvita borgarstjórnar áðan....... kíkið bara á www.frelsi.is og sjáið dagskránna í vetur.!!!! bara gaman og gagnlegt
Helgina fór ég svo á SUS-þing á Selfossi. Þetta var málefnaþing þar sem málefnanefndir störfuðu og í lokin komu fram ályktanir og atkvæðagreiðsla um ákveðin málefni. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti var ég nú ekki sammála öllu......... en það er nú örugglega eðlilegt!! Allavegana mjög fróðlegt og skemmtilegt og ekki hægt að segja annað en að maður læri á þessu. Mætti þó reyna að ná dagskránni betur skipulagðari svo nafnið á þinginu verði ekki alltaf Sjúss-þing.
Vinnualkinn ég hef svo ákveðið að vinna öll þriðju- og fimmdagskvöld í vetur..... og aðra hvora helgi sem er kannski klikkun en það kemur í ljós. Kannski verður maður bara skipulagðari fyrir vikið. Bíð og vona..... skólinn kemur svo þess á milli!!!

Djammið alltaf mikið á minni það vantar ekki!!!!
Sellan er alltaf sú sama, hvort sem það er Steinselja, heilasella, sella gella eða hvað þið viljið kalla það. Mín kann sko að djamma!!!

Ekki vitlaust hjá minni að bjóða sig fram í stjórn Mágusar upp á djammið. Veturinn er rétt byrjaður og ég hef fengið 2 góð skipti til að skemmta mér og mínum. NÝNEMAFERÐIN var farin seinustu helgi upp í nýuppgerða hlöðu í Laxnesi í Mosfellsdal. Ferðin gekk mjög vel fyrir sig, við lögðum af stað frá Odda og að vanda þurftum við félagarnir að láta rútuna bíða eftir Hönnu ,,stundvísu”. Þaðan lá leiðin með fullri rútu af ný- og ekki nýnemum upp í sveit. Frekar skondin stemmari þar á ferð þar sem fólk þekktist ekkert og svoldið svona vandræðalegt á köflum, merktum þó alla með nöfnum til að auðvelda þetta..............en treystið mér það átti eftir að breytast, allt fljótandi í bjór um kvöldið, farið var í skeifukast, leikinn: hver er maðurinn? Og snilldar leik: Sækið 6 hluti ( í þetta sinn, gleraugu, trefill, sígarettupakki, smokkur, einn skór og að lokum brjóstahaldari)

Mér finnst að ég og Soffía ættum að fá eitt stórt klapp fyrir að vera þær einu sem vorum hjálpsamar og redduðum brjóstahöldurum fyrir keppendurna..... og já með þvílíkum hraða!!!

Tekinn var góður söngfílingur, þar sem Jói og Stulli tóku nokkra góða slagara og ekki klikkuðu söngbækurnar. mest ánægð með þessa frábæru djammfélaga sem ég hef eignast ..... félagar þið megið fara að vara ykkur ;o)

Leiðin lá svo á Hverfis eftir öll herlegheitin, þar sem sungið var og spilað alla leið í bæinn. Við tóku svo drykkjuleikir á Hverfisgötunni til að klára bjórbirgðirnar áður en hellt var meira í sig í bænum.... SEM SAGT MIKIL ÖLVUN Á FERÐ!!! Eins og sést. Kíkti þetta tíbýska rölt í bænum og svo seint og um síðir heim að sofa ;o)

Svo í gærkvöldi var SKEMMTIKVÖLD MÁGUSAR OG ÖKONOMIU en þar voru þessir líka mögnuðu trúbadorar á ferð. Jói í Hárinu og Kjartan sem betur eru þekktir sem trúbbar á Ara í Ögri um helgar. Góð stemmning á fólki og bara slatta góð mæting miðað við miðvikudag. Ég á líka þessar góðu vinkonur sem kíktu á mig, Vera, Sissa, Jóhanna, Benný og Bryndís takk fyrir að koma. Bara mikil söngstemming og gaman........ Bíð spennt eftir VÍSINDAFERÐ á föstudaginn svo!! Panta svo bara pláss á Vogi í desember, ekki tími fyrir það fyrr.

Sella ,,don´t have alive” is my middle name!!!!
Já þannig er það nú bara........ ég hef ekki átt mér líf seinastliðnar vikur. Ég hef verið meira en busy sem er mjög gott fyrir meira en ofvirka týpu eins og mig. Já fyrir ykkur sem þekkja mig þá tek ég mér oft oft allt og mikið fyrir hendur.

Margir teldu mig eflaust stórklikkaða ef þeir vissu hvað ég hef að gera þessa dagana..... já því ég kann ekki að segja NEI og er því núna í 6 fögum í skólanum, yfir 60% vinnu, formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema í HÍ og í stjórn Heimdallar..... en ég kvarta ekki. Þetta er þvílíkt gaman! Ég er nú bara ung einu sinni því er bara gott að undirbúa sig vel og telja niður dagana í almennilega hvíld í jólafríiinu.

Segi því bara gleðilegt skólaár og frábært HAUST

miðvikudagur, september 08, 2004

Allir að kíkja á HVERFIS í kvöld................

.........já það er trúbadorakvöld í boði Mágusar á Hverfis í kvöld. Tveir hressir strákar sem halda uppi stemningunni á Ara í Ögri um helgar ætla að spila fyrir okkur. Kíktu með mér..... bjallaðu bara!

Kv Sella

Ps. sorry bloggleysið, það fer að batna með skólanum!