Stolt af föður mínum....
Árshátíð Víkings var í dag/kvöld haldin hátíðleg og þori ég að vera viss um að hún var/er fáránlega flott enda Knattspyrnufélagið Víkingur 100 ára á þessu ári. En burt séð frá því þá voru nokkrir velgjörðarmenn og konur heiðraðir í tilefni þess og haldið þið ekki bara að:
Faðir minn, sjálfur Kjötborgar kaupmaðurinn hafi ekki fengið tvenn heiðursverðlaun:
- Gullmerki Víkings með lárviðarsveig, en það er æðsta merki sem þeir veita og aðeins 20 manns mega bera það í einu.
- Einnig fékk hann gullmerki ÍSÍ ;o)
Ég verð bara að segja að þetta finnst mér rosalega skemmtileg og er afar stolt af honum pabba mínum, hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu - bara viva borðtennisdeildin hehe
Annars var mjög gott veður í dag svo ég náði smá að sóla mig og læra - stefnan er svo tekin á Fælleparken á morgun í sólbað og chill...auðvitað lærdómur líka, en vá ég verð nú að njóta veðursins líka.
....en eitt í lokin fyrir múttu. HLAKKA TIL AÐ FÁ YKKUR PABBA Í HEIMSÓKN í júní....mikið verður það notarleg! En þangað til næst, njótið lífsins ;o)
sunnudagur, maí 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með pabba:)
Æ en gaman... til hamingju með pápsann þinn. 8 vikur and counting..
vá en frábært innilega til hamingju med din far og ÁFRAM VÍKINGUR ;)
Frábært til hammingju með pabba þinn. Nú þekkumst við pabbi þinn nú ekki mikið en miðað við kynni mín af þér og þinni fjölskyldu veit ég að enginn annar átti þessi verðlaun skilið.
Innilega til hamingju með Víking.
Kær kveðja
Leikniskonan
Skrifa ummæli