föstudagur, maí 09, 2008

Búin að skila einu í viðbót.....

Jæja þá erum við búin að skila af okkur synopsis verkefni í operations management þar sem við skrifuðum um umsóknarferlið við skráningu í sumarskola CBS - frekar skemmtilegt en fegin að það sé búið.

Núna sitjum við dag og nótt til að koma 60bls niður á blað um yndislega fyrirtækið IO Interactive - tölvuleikjafyrirtæki sem framleiddi Hitman...hehe ef þið eru einhverju nær.

Hlakka þó mikið til að komast í sumarfrí - verðurspáin er 25 stiga hiti og sól næstu 3 daga og ÓÞOLANDI að hugsa sér að sitja inni og skrifa í þessu veðri - GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KOMAST Í SUMARFRÍ!

* Annars verður svaka fjör hér á Dísum í Köben síðustu helgina í maí - Guðrún og Katrín eru búnar að kaupa sér flug frá Stokkhólmi svo við Dísir ætlum að bralla eitthvað skemmtilegt þá...þannig að ef þið vitið um einhvern hipp og kúl stað til að borða fyrir nokkrar hressar skvísur, endilega látið mig vita.

Góða skemmtun um helgina og lifið heil!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo mikið dittó hérna megin. Í gær var geggjað veður (veit ekki alveg með 25 gráður, en close á íslenskan mælikvarða) og ég gat bara ekkert lært, eða voðalega takmarkað. Sem betur fer er rignin alla helgina. Maður fúnkerar svo miklu betur í svoleiðis veðri í prófum...
Baráttukveðjur frá Tullu

Sella sagði...

Ohh já maður óskar frekar að fá rigningu í prófum og verkefnavinnu því þá drullast maður bara til að sitja inni og gera eitthvað að viti - en nei í staðinn verður maður þunglyndur á að hugsa um það að maður gæti verið einhverstaðar að sóla sig.

Gangi þér líka vel Tulla mín í lærdómsbaráttunni!

Nafnlaus sagði...

OOOO ég er farin að hlakka svo til að koma yfir til ykkar... það verður sko stuð á okkur skvísunum.. jehúuuuu

Nafnlaus sagði...

Ohh já það er nottlega ógisslega leiðinlegt að þurfa að læra undir próf þegar að það er sól og hiti :s Sem betur fer er veðrið ekkert spes hérna þannig að þá er skárra að læra undir próf hehe...er samt spáð svaka góðu veðri í vikunni :s er að vonast til að það rætist ekki, hehe ein vond ;)
En gaman að Katrín skuli vera að koma til þín :) Verður pottþétt rosa gaman hjá ykkur...Fór á japanska staðinn á Costum House, það var mega gott - fengum önd...þetta er víst rosa vinsæll staður núna...svo er möst að fá sér engifer-kokteilinn á Umami mmm... ;)
Gangi þér vel í lestrinum elskan :*
Kv Magga
p.s. er ekki að trúa því að þú komir ekkert heim í sumar :( Það er eilega engin árnessýsla 2008 án þín!!