mánudagur, maí 12, 2008

Hátíð íslenskra heimildamynda..... já há ;o)

Skjaldborg hátíð íslenskra heimildamynda var haldin hátíðlega um helgina á Patreksfirði sem er reyndar ekki frásögufærandi nema á hátíðinni var stórskemmtileg mynd um búðina hans pabba og Stjána frænda. Myndin Kjötborg var líst á eftirfarandi hátt:

KJÖTBORG
Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur kjörbúðin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján eru goðsagnir í lifanda lífi, síðustu móhíkanar smákaupmannastéttarinnar. Með sjarmann og samhjálpina að vopni hefur þeim tekist að lifa af á meðan samherjar þeirra hafa orðið að víkja fyrir ráðandi markaðsöflum. Fylgst er með daglegu lífi þeirra bræðra og varpað upp myndum af vel völdum fastakúnnum.

Leikstjórn: Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir
Lengd: c.a. 47 mín.

...mjög skemmtilegt þetta en tökur á myndinni hafa staðið yfir í rúm tvö ár og mikið brallað á þeim tíma: Kjötborgarhátíðin - þá var búðin 50 ára, 2* jólaglögg í búðinni ásamt mörgum skondnum tökum bæði í búðinni og hjá pabba og Stjána í daglegu lífi.... en núna kemur SKEMMTILEGA FRÉTTIN. Palli Hauks vinur pabba hringdi í gærkvöldi og tilkynnti honum það að KJÖTBORG HAFI VERIÐ VALIN BESTA MYND HÁTÍÐARINNAR sem er ekkert smá skemmtilegt. Kjötborgarbræðurnir því að verða frægir kappar og langar mig til að óska Huldu og Helgu Rakel innilega til hamingju með myndina, búið að vera æðislegt að fylgjast með þessu öllu saman. Núna hlakka ég bara til að sjá myndina sjálf og treystið mér ég á eftir að liggja í kasti yfir þessu hehe....

…en ekki meira um þetta í bili – ætla að halda áfram að læra – skil á 60.bls verkefni á mánudaginn næsta og nóg eftir. Gangi ykkur vel í skóla og starfi ;o)

5 ummæli:

Stella sagði...

Til hamingju segi ég bara, þetta er æðislegt, verður hægt að sjá hana í kvikmyndahúsum hér veistu það?

Sella sagði...

Heyrðu já ég held það bendi allt til þess - allavegana líkur á að hún fari núna á stuttmynda/heimildamynda keppnir og svona - veit að það á að sýna hana eitthvað meir hvort það verði á einhverri kvikmyndahátíð eða svoleiðis eða bara í bíó....ég er allavegana spennt. Verð að sjá þetta og hlægja mig máttlausa ef ég þekki mig rétt ;o)

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá myndina :o) hún verður bókað geggjuð!

Hafðu það sem allra best í sólinni í kóngsins köben, nú er bara rétt mánuður þar til ég fer til Parísar í sólina (vonandi) og ég get ekki beðið ;o)

Knús og kossar....

Sigrún Ósk

Stella sagði...

Heyrðu þú verður að láta mig vita beibí því ég ætla að mæta sko :)

Nafnlaus sagði...

hahhaha magnad, get ekki bedid eftir ad sja thessa mynd, geturu imyndad ther: bakkabraedur fara ad veida hahahha :) se thetta fyrir mer.

Kv. Frá Mexico