miðvikudagur, nóvember 28, 2007

STYTTIST Í HEIMKOMU....

Spurningu Jóhönnu og Stellu verður hér með svarað - Ég kem heim 18.desember kl. 00:30 eða tæknilega séð þann 19.des...sem sagt í dag eru 20 dagar þar til ég læt sjá mig á fagra Íslandi ;o) Vona að þið hlakkið til að fá mig - ég hlakka til að sjá ykkur!!

Fyrst langar mig til að óska Ástu Láru og Ragga innilega til hamingju með gullfallegu stúlkuna þeirra. Rakel Ósk Ragnarsdóttir fæddist þann 23. nóvember - 50 cm og 14 merkur ;o) Ekkert smá sæt skvísa hér á ferð ;o)

Líf mitt er hins vegar mjög viðburðarlítið þessa dagana - er bara að skrifa Scientific Paper þar sem spurningin okkar er: "When customers pay more for premium price items than for comparable low price items, what accounts their willingness to pay?" Spennandi ekki satt? - Við Kata vorum líka rosalega heppnar, leiðbeinandinn sem við fengum er gestaprófesor frá Harvard Business School ;o) Auk þess sit ég núna og reyni að skrifa eitthvað niður í Lazytown markaðsrannsókninni okkar svo ég geti hugsanlega stoppað á klakanum um jólin - bara bíða og sjá!!

Helgin var mjög fín - Föstudaginn hitti ég Mögguna mína á Strikinu, fengum okkur öl og spjölluðum, kíktum í búðir og höfðum það kósý. Um kvöldið kíkti ég á Koktailatjútt með Tótu og Rögnu. Fórum fyrst á Café Selina þar sem sumir smökkuðu á nokkrum kokteilum en svo á Coconut beach bar - mjög skondinn staður með sandi á gólfunum og strástólum....kemst svo sannarlega í gírinn þarna. Kvöldið var mjög skemmtilegt og tala myndirnar sínu máli... sem sagt nýjar myndir á http://public.fotki.com/Sella endilega KOMMENTA TAKK. Laugardaginn kíkti ég svo smá í bæinn með Rannveigu Öldu frænku sem var komin í heimsókn... reyndi svo að læra eins og vitleysingur um kvöldið en gafst upp og ákváðum við að fara á pöbbarölt með Hrebbnu og Kötu. Hoppuðum reyndar á fyrsta barinn sem við sáum og vorum þar, þar sem kuldinn var óbærilegur og sátum þar! Kata yfirgaf okkur um 3 leytið en þá héldum við félagarnir áfram - fórum í leikinn 5 myndir og eru myndirnar bara skondnar...haha aðallega því við vitum ekki hvað er að gerast á þeim!! Áttum svo langt spjall um stjórnmál: "VINSTRI GRÆNIR - ER ÞAÐ EKKI BLÓMABÚÐ Í HAFNARFIRÐI"! hahah óendanlega fyndið...

Sunnudeginum eyddi ég upp í skóla með Kötu í heimildaleit og hópvinnu - hitti svo Tótu, Hrebbnu og Rannveigu Öldu á Mama Lubdas þar sem við borðuðum ótrúlega góðan ítalskan mat og nýttum svo köldið í rólegheit....reyndar er ég búin að vera frekar slöpp með óþolandi hósta og leiðindi. Síðastliðnir dagar hafa svo bara farið í skóla skóla skóla stúss...spennandi ekki satt!!

En vonandi fer þetta að verða búið - ætla að reyna að nýta tímann vel svo ég geti hitt Elvuna mína, Ingu, Árný og Dag Leo í kósýheitum og notið lífsins helgina 6-9.des ;o) Guð hvað það verður notalegt....en þangað til næst elskurnar mínar!!

11 ummæli:

Stella sagði...

Nú get ég andað léttar, mun léttar.
Ég mun bíða spennt!!!
Ég er einstaklega ánægð með það Sella að þú svaraðir strax commentinu mínu. :)
Höllin biður að heilsa. Sjáumst hressar eftir minna en mánuð

Sella sagði...

Haha já um að gera að anda léttar - ég mun að sjálfsögðu láta sjá mig á klakanum og fyrr en þig grunar - TÍMINN FLÝGUR!

Bið að heilsa Hallarmönnum og hlakka til að sjá þig elskan - verðum að gera eitthvað sneddý saman, það er á hreinu!!

Hrebbna sagði...

ég skil ekki hvernig thér tekst alltaf ad taka svona fáranlegar myndir af mér!!!

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að hitta þig um jólin :o) Við tökum mega tjútt þá......
Kv. Sigrún Ósk

Sella sagði...

Hlakka til að sjá þig sömuleiðis Sigrún mín - veistu eitthvað meira hvernig verður með jólahlaðborðið þann 22.des?

Sjáumst eftir 20 daga skvís ;o)

Nafnlaus sagði...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.

Salóme sagði...

Hæ yndi... ég er allt of léleg að kommenta!! Hlakka geggjað til að sjá þig um jólin... taktu einhverjar klst frá handa mér og Siggu saman ;)
Hespaðu þessu af og koddu so heim...
Knús í klessu.. Saló
p.s. viltu senda mér aðganginn á myndasíðuna á salomegu@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Jú Vinstri grænir eru blómabúð í hafnarfirði hehe! Getum við tekið póllandsfíling þegar þú kemur á klakann, eigum við að fara á hótel?

Tóta sagði...

Voðalega er maður nú duglegur í áfenginu alltaf - þetta hefur verið snilldarmisseri!

Nafnlaus sagði...

Takk for sidst my love :) Voða kósý hjá okkur en ég klikkaði rosalega á einu, gleymdi að taka mynd af okkur saman á Strikinu!!!! Maggie nerd ;)

Hlakka rossa til að hitta þig um júlen elskan :* hafðu það gott þangað til!

Nafnlaus sagði...

Hef ekkert heyrt neitt um jólahlaðborðið... vonandi verður þetta :o) Það væri alger snilld! Spurning um að tékka á Gústa því hann plöggaði þetta....
Sjáumst skvís :o)
Kv. Sigrún Ósk